Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ 411
arholti, mundu fljótlega hafa orðið þess áskynja, að þeir áttu
eigi heima innan vébanda þessa heimilis, sem var fast mótað
°g bæjarbragur allur fágaöur og viröulegur. Annars geri ég
rað fyrir því, að séra Ólafur hefði einnig kunnað tökin á lítt
tömdum „folum", ef til þeirra kasta hefði komið. En hann hefði
areiðanlega haft mjúk handtök á taumunum.
Hinn síðari vetur, sem ég dvaldist í Hjarðarholti, var í skól-
anum ágætis náungi, en nálega óstöðvandi áflogaglikkur. Brátt
"lun séra Ólafur hafa veitt því athygli, hvílíkt öldurót var í
blóði piltsins og setti hann „inspector scholae". Skömmu eftir
að búið var að dubba dreng upp í þetta virðulega trúnaðar-
starf, heyrir prestur hark mikið upp til sín, kemur inn í skóla-
stofuna með fasi nokkru, en glettinn á svip og hrópar: „In-
sPector, inspector, inspector", rennir síðan kímnu auga til óróa-
Seggjanna, sem voru í hörkuáflogum, og bætir við: „Það er þá
lnspectorinn sjálfur", og snarast út úr stofunni skellihlæjandi,
^eð sínum kviku og fjaðurmögnuðu hreyfingum. En af inspect-
ornum og mótherja hans er það að segja, að þeir stóðu eftir
rramlágir mjög og skömmustulegir og höfðu hlotið þarna eftir-
^innilegri skuldaskil heldur en yfir þá hefði dunið löng áminn-
lrigaræða. Séra Ólafur gerði ekki úlfalda úr mýflugunni.
Við komum í skólann á svipuðum aldri og nemendur eru nú,
Gr þeir ljúka stúdentsprófi, vorum vinnu vanir, en flestir mjög
nla undir bóklegt nám búnir. Séra Ólafur átti ekki hvað minnst-
an þátt í því að vekja þann námsáhuga, sem ríkti í skólanum.
^amið var sótt af einbeitni og kappi. En um helgar fengum við
a° skemmta okkur, dansa, halda málfundi, jafnvel glíma og
*ara í leiki úti á túni, ef veður leyfði.
Astu, síðar frú Ólafs Bjarnasonar, hreppstjóra í Brautarholti,
°S Páli, síðar framkvæmdastjóra, börnum þeirra prófastshjóna,
°kst með lagni og einlægum áhuga að lokka þessa hljóðvana
°g óframfærnu heimalninga til þess að opna eyrun fyrir tónum
°g munninn til söngs. Öll fjölskyldan unni söng af alhug, og
Var hann einn þáttur í skemmtanalífi skólans og jók á heim-
Jhsgleði og félagsanda, jafnframt því að vera vel þegin til-
reyting. Gat þessi þáttur skólastarfsins endað niðri í Búðar-
_al með opinberri söngskemmtun fyrir fullu húsi þakklátra
aheyrenda.
Kennslustundir hjá séra Ólafi voru liðnar óðar en varði. Frá