Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 30

Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 30
412 KIHKJURITIÐ honum streymdi lífsorka og sífellt flug, svo að engar eyður komust inn á milli. En hann vék alloft frá námsefninu. Fyrri heimsstyrjöldin geisaði á þeim árum, er ég dvaldist í skóla hans. Séra Ólafur hafði síma og ýmis önnur góð sambönd við um- heiminn, sem var okkur nemendum nálega lokaður, nema þeg- ar póstarnir færðu okkur blöðin nokkurra vikna gömul. Sem aukaþáttur kennslustundanna voru oft og einatt nýjustu stríðs- fréttir og einnig markverð tíðindi innlend. Alloft varpaði hann fram nýjum hugmyndum sínum í búnaðarmálum, eða öðru varðandi atvinnuhætti þjóðarinnar i framtíð. Sumt á þeim vett- vangi, sem hann sá hilla uppi í löndum hugsjóna sinna, er nu orðið að veruleika. Séra Ólafur hafði mikinn áhuga á ræktun lands. En hin mikilvirku tæki, sem síðan hafa rutt sér til rúms og breytt mörgu kotinu í höfuðból, voru þá eigi til meðal íslend- inga nema sem draumsýn eða ósk. Bollaleggingar af þessu tagi féllu í þá daga í frjóan jarðveg hjá okkur sveitapiltunum. En þótt séra Ólafur hefði vakandi áhuga á jarðrækt og stæði þar jafnfætis þeim snjöllustu í samtíð sinni, fannst mér þó ávalli> að meginhugðarefni hans væri mannrœkt. Ungur að árum — nánar til tekið veturinn 1881—1882 — hafði séra Ólafur komizt í snertingu við íslenzka skólaæsku- Vetur þann kenndi hann í unglingaskóla á Þingvöllum. Sera Jens Pálsson hélt þar skóla nokkur ár. Geta má sér þess til> að þá þegar hafi þessi fjölgáfaði piltur komizt að ra.un um> hversu frjótt land lá enn í sorglegri órækt, þar sem var h»- vanrækta íslenzka æska eins og fræðslumálum okkar var hátt- að á þeim tímum. En einnig fyrir hann sjálfan hlaut vetur þessi að vera ákjósanleg prófraun og þroskavænleg mjög fyrir þad ræktunarstarf, sem beið hans í framtíðinni á vettvangi upP' eldis- og kennslumála. Enginn veit, hvort hann er þess megU' ugur að miðla öðrum af þekkingarforða sínum, fyrr en lifandi reynsla hefur skorið úr um það. Séra Ólafi var gefin sú skyggnl' gáfa að sjá, hvar glæður voru faldar undir ösku og honum lnl vel að blása í glæðurnar. Kafli úr bréfi, sem séra Ólafur skrifaði mér til Þýzkalands. skömmu eftir að ég hóf nám mitt ytra, hefur loðað mér í vlt' und síðan, eigi aðeins sem holl uppörvun og föðurleg bending- heldur framar öðru sem skír mynd af séra Ólafi og þeim ferska andblæ, sem um hann lék: „Nú byrjar spretturinn, náttúrlega

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.