Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 31
KiRKJunrriÐ 413
ofurlítið á fótinn alltaf, því upp liggur leiðin, en gamlir smal-
ar kippa sér ekki upp við það. En það erfiðasta er af: hleypa
heimdraganum, — komast út úr tröðinni. Bara ekki horfa til
baka, — á því féll Gunnar og var þó kominn niður á eyrar.
Bara horfa fram, en gjarnan hugsa aftur, það hjálpar manni
til að verða samferða sjálfum sér."
Tveimur miklum áföngum var nú lokið hjá prestshjónunum
1 Hjarðarholti með merk spor og heilladrjúg á förnum slóðum.
Séra Ólafur hafði tamið sér þann holla sið að taka daginn
snemma, draga það eigi á langinn, sem óumflýjanlega þurftí
fram að koma. Hann gekk þess ekki dulinn, að fylgikvillar fyrri
heimsstyrjaldarinnar mundu um skeið hindra flest framfara-
skref í íslenzkum landbúnaði. Séra Ólafur hafði ekki mætur á
^yrrstöðu, hann hafði beint stefnu sinni fram á við um dagana.
Var eigi upprunnin hin rétta stund til að brjóta hér í blað?
Hann kaupir hús á Bjargarstíg 5 í Reykjavík, flyzt þangað
haustið 1919, en fær lausn frá prestskap 1920 og fleiri ábyrgð-
arstörfum, sem hann hafði gegnt (m. a. var hann prófastur
^alaprófastsdæmis lengst af, meðan hann sat Hjarðarholt,
nafði með höndum póstafgreiðslu þar og mörg önnur opinber
störf höfðu á honum mætt, bæði í Dölum vestur og í Borgar-
firði).
Þegar greindur og lífsreyndur vinur minn einn leit yfir mjög
langa ævi, fannst honum það athyglisvert, að langir tímar höfðu
uðið svo, að hvaðeina lék í lyndi, gæfan brosti við og sól skein
1 heiði. Síðan komu önnur tímabil, þar sem erfiðleikar og sorg
s°tti hann heim og kom eins og í bylgjum, og reið þá ef til vill
ein holskeflan yfir af annarri.
A Lundi og í Hjarðarholti höfðu þau prestshjón litið margan
solskinsdag og fagran, og varpað ljósi inn á leiðir annarra með
níartaþeli sínu og mannúð, og átt samfylgd margra góðra
drengja, sem reyndu að endurgjalda hana. En vorið 1918 dró
UPP dökkt ský yfir Hjarðarholti. Þangað berst andlátsfrétt
^uðrúnar, dóttur þeirra hjóna, konu séra Björns Stefánssonar,
Pá á Bergsstöðum í Svartárdal, A.-Hún. Guðrún var fædd 1890.
^izt af fjórum börnum þeirra séra Björns og frú Guðrúnar var
°lafur, nú prófessor og alþingismaður, þá aðeins 6 ára gamall.
_ A sama hátt og séra Ólafur og Ingibjörg höfðu í hjúskap
Slnum borið byrðarnar sameiginlega, svo að almenna aðdáun