Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 31

Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 31
KIRKJURITIÐ 413 ofurlítið á fótinn alltaf, því upp liggur leiðin, en gamlir smal- ar kippa sér ekki upp við það. En það erfiðasta er af: hleypa heimdraganum, — komast út úr tröðinni. Bara ekki horfa til baka, — á því féll Gunnar og var þó kominn niður á eyrar. ^ara horfa fram, en gjarnan hugsa aftur, það hjálpar manni hl að verða samferða sjálfum sér.“ Tveimur miklum áföngum var nú lokið hjá prestshjónunum 1 Hjarðarholti með merk spor og heilladrjúg á förnum slóðum. Séra Ólafur hafði tamið sér þann holla sið að taka daginn snemma, draga það eigi á langinn, sem óumflýjanlega þurfti ffam að koma. Hann gekk þess ekki dulinn, að fylgikvillar fyrri heimsstyrjaldarinnar mundu um skeið hindra flest framfara- skref í íslenzkum landbúnaði. Séra Ólafur hafði ekki mætur á kyrrstöðu, hann hafði beint stefnu sinni fram á við um dagana. Var eigi upprunnin hin rétta stund til að brjóta hér í blað? Hann kaupir hús á Bjargarstíg 5 í Reykjavík, flyzt þangað haustið 1919, en fær lausn frá prestskap 1920 og fleiri ábyrgð- arstörfum, sem hann hafði gegnt (m. a. var hann prófastur Halaprófastsdæmis lengst af, meðan hann sat Hjarðarholt, hafði með höndum póstafgreiðslu þar og mörg önnur opinber störf höfðu á honum mætt, bæði í Dölum vestur og í Borgar- firði). Þegar greindur og lífsreyndur vinur minn einn leit yfir mjög *anga ævi, fannst honum það athyglisvert, að langir tímar höfðu liðið svo, að hvaðeina lék í lyndi, gæfan brosti við og sól skein 1 heiði. Síðan komu önnur tímabil, þar sem erfiðleikar og sorg s°tti hann heim og kom eins og í bylgjum, og reið þá ef til vill ein holskeflan yfir af annarri. Á Lundi og í Hjarðarholti höfðu þau prestshjón litið margan s°lskinsdag og fagran, og varpað ljósi inn á leiðir annarra með hjartaþeli sínu og mannúð, og átt samfylgd margra góðra úrengjn, sem reyndu að endurgjalda hana. En vorið 1918 dró UPP dökkt ský yfir Hjarðarholti. Þangað berst andlátsfrétt Guðrúnar, dóttur þeirra hjóna, konu séra Björns Stefánssonar, Þá á Bergsstöðum í Svartárdal, A.-Hún. Guðrún var fædd 1890. ®Ht af f jórum bömum þeirra séra Björns og frú Guðrúnar var Hlafur, nú prófessor og alþingismaður, þá aðeins 6 ára gamall. A sama hátt og séra Ólafur og Ingibjörg höfðu í hjúskap Slnum borið byrðarnar sameiginlega, svo að almenna aðdáun

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.