Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 32

Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 32
414 KIRKJURITIÐ vakti, þá báru þau einnig sorgina saman, styrk og full trún- aöartrausts. En þegar ein báran rís, er önnur vís. Haustið 1922 lézt Jón sonur þeirra, þá læknir í Bandaríkjunum, einnig í blóma lífs- ins (aðeins 33 ára). í einu allra fegursta og fágaðasta kvæði sínu, Sonatorreki, kemst Grímur Thomsen m. a. svo að orði: Einn við bárum hauk á hendi, hann var öðrum fuglum betri, dauði grimmur bogann bendi beinskeyttur á köldum vetri. Nú er laukur þela þakinn, þegir haukur vængjabrotinn, einn er þáttur af oss rakinn, ein af lindum hjartans þrotin. En tíminn er miskunnsamur og leggur smyrsl á djúp sár og græðir þau. Og ennþá einkenndist heimilisbragurinn á Bjargarstíg 5 af bjartsýni og glaðri lund séra Ólafs og tignri ró, háttvísi og hjartahlýju húsfreyjunnar. Dyr standa þar enn opnar vinum og vandamönnum og gata þeirra greidd, ef með þurfti, á hljóðlát- an hátt og óeigingjarnan. Og enn fóru gestir af fundi þeirra hjóna með fögnuð í hjarta og birtu hins íslenzka vors. Þau baru aldurinn á þann hátt, að það gleymdist með öllu, að nú vai ævidegi tekið að halla. Hinn 9. okt. 1929 andaðist frú Ingibjörg. eftir mjög skarnin3 legu. Hún var fædd 17. janúar 1855. Hún hafði eigi legið á lið1 sínu um dagana. Aðeins seytján ára að aldri hafði hún að móð- ur sinni látinni tekið við búsforráðum hjá föður sinum, sera Páli Mathiesen í Arnarbæli í lfusi. Skóli reynslunnar og raunhæfrar iðju hefur löngum þótt af* farasæll og traustur fyrir þá, sem gæddir eru þeim eðlisgáfuu1 að færa hann sér í nyt til vaxtar, aukins þroska og manndoms, til aukins skilnings á mannlífinu eins og það er í sjálfu ser, en ekki eins og það birtist í hugarórum eða hillingum. Þær gæfudísir, sem leiddu Ingibjörgu Pálsdóttur unga °S

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.