Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 417 Þegar svo Kristur kom, byggði hann á þessari erfikenningu og jók við hana. Og hann vakti nýja fræðara, sem fluttu enn fyllri kenningu og lagði grunn hinnar nýju fræðslu. Biblían er frásögn um gjörðir Guðs. Vér lesum hana til að fræðast um starfsemi Guðs og hvernig mennirnir snúast við Guði. Lesendur Siblíunnar ættu að sjálfsögðu að byrja á guðspjöllunum. Þau eru frásagan um það, hver Kristur var og hvað hann sagði og Sjörði. Og í Postulasögunni og af bréfunum kynnumst vér því, hvernig kirkjan var og vann á sínum fyrstu vordögum, þegar Kristur var henni ferskastur í minni og hún gekk beint að því verki að bylta heiminum — umbreyta honum. Þér er bezt að kynna þér það af eigin sjón. Gamla testamentið er öllu erfiðara aflestrar, — það nær yfir 1000 ára skeið — og þér er hentast að hafa einhvern leiðbein- anda við lestur þess. En sízt skortir á, að þar séu margir áhrifa- miklir kaflar, og það sýni þér ljóslega hvernig Guðs eignarlýður braut Kristi brautina fyrir handleiðslu Guðs. Því ekki skaltu halda, að Drottinn Kristur hafi komið sem af tilviljun eða eins °S þruma úr heiðskíru lofti. Ef þú kynnir þér, hvað var á und- an gengið, blandast þér ekki hugur um, að koma hans var einn hðurinn í ráðsályktun Guðs — og þá skilst þér betur, hvert vér °S kirkjan eigum að stefna nú á dögum. Lestu því Biblíuna kostgæfilega. Láttu þig engu skipta þá ^afla, sem þú skilur ekki; það er meira en nægilegt, sem öll- um er auðskilið. Ekkert er til, sem gengur manni eins til hjarta °S er til slíkrar hugstyrkingar sem orð og gjörðir Krists. Þess Vegna áminnir kirkjan þig um að lesa Ritninguna, ef þér er umhugað um að fylgja Kristi ráðnum huga. Hann talar til þín ^ spjöldum Ritningarinnar — og áminnir oss um að gæta siða vorra og markmiða. G. F. Fisher erkibiskup (G.Á.). 27

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.