Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 36
Sérct Haraldur Þórarinsson Hinn 15. júlí s. 1. lézt á Landa- kotsspítalanum í Reykjavík séra Haraldur Þórarinsson, fyrv. prest- ur í Hofteigi og Mjóafirði, á 92. aldursári, eftir stutta legu. Hann hafði verið hraustur alla ævi og haldið fullum sálarkröftum til hins síðasta. Séra Haraldur fæddist 14. des. 1868 að Efri-Hólum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benjamínsson bóndi og smiður að Efri-Hólum og síðar i Laxárdal í Þistilfirði og kona hans Vilborg Sigurðardóttir bónda á Svínafelli í Hjalta- staðaþinghá, móðursystir Arnar Arnarsonar (Magnúsar Stef- ánssonar) skálds. Séra Haraldur lærði undir skóla hjá séra Guttormi Vigfús- syni á Svalbarði (síðar í Stöð í Stöðvarfirði), orðlögðum kenn- ara. Mun þar hafa verið lagður grundvöllurinn að áhuga hans á forntungunum. Hann varð stúdent frá lærða skólanum 1 Reykjavík vorið 1894. Fór síðan til háskólans í Kaupmanna- höfn, varð cand. phil. vorið 1895, lagði stund á nám í forntung- unum í nokkur ár, en hvarf síðan frá því og stundaði kennslu- störf, unz hann settist í prestaskólann og lauk þaðan embættis- prófi 17. júní 1907. Árið 1908 var hann kosinn prestur í Hof- teigi, og þjónaði því prestakalli til fardaga 1924, er honum hafði verið veittur Mjóifjörður. Þar var hann prestur til 1945, fékk að vísu lausn fyrir aldurs sakir frá fardögum 1943, en var settur til að þjóna prestakallinu til 1. okt. 1945. Séra Haraldur kvæntist 2. nóv. 1919 Margrétu Jakobsdóttui

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.