Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 37

Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 37
KIRKJURITIÐ 419 bónda í Brimnesi í Fáskrúðsfirði (f. 11. júní 1884). Börn þeirra eru Svava, gift Bjarna Ö. Jónassyni vei’zlunarm. á Sólvöllum 2 í Garðahreppi, og Sverrir, cand. theol. og rithöfundur, búsett- Ur s. st. Enn fremur ólst upp hjá þeim sonur Margrétar, Eggert Eggertsson, nú gjaldkeri hjá Áfengisverzlun ríkisins, er Mar- grét eignaðist áður en þau giftust. Aðalkynning mín af séra Haraldi stafar frá vetrinum 1908, er hann var nokkrar vikur á Kirkjubæ í Hróarstungu til að kenna mér undir skóla í forföllum föður míns, er mjög var störfum hlaðinn. Mér reyndist hann ágætur kennari, einkum í málum. Kennsla hans var skýr og greinargóð og á svo góðu máli, að setningarnar voru eins og meitlaðar, þótt hann væri aðeins að gefa venjulegar skýringar. En það er ekki fyrst og fremst kennslan, sem mér er í fersku minni, heldur maðurinn sjálfur. Hann var gáfaður maður og fullur af fróðleik og batt sig ekki aðeins við kennsluna sjálfa, heldur sagði mér margt þar fyrir utan, sem mér var hollt að vita. Það var bæði mér og foreldrum mínum nautn að tala við þennan sérstæða gáfumann, heyra hann miðla af fróðleik sín- um og gera sínar skörpu athuganir á sinni hreinu og kjarn- miklu íslenzku. En ekki aðeins það, heldur og að kynnast góð- um dreng, sem hataði öll óheilindi, hræsni og dómgirni og lét högg sinnar snjöllu tungu óspart dynja á því. Hann hafði mikla lífsreynslu og ráð hans hafði verið nokkuð á reiki um sinn, en hann hafði líka mikið af því lært. Þetta er myndin, sem stendur fyrir mér af þessum kennara mínum á Kirkjubæ 1908. Hún breyttist ekki við þau strjálu hynni, sem ég hafði af honum eftir það, og verður mér alltaf hær minning. Ég hygg, að séra Haraldur Þórarinsson hafi á margan hátt verið góður prestur. Hann var — að vonum — góður ræðu- maður. En hann var líka samvizkusamur starfsmaður og naut vinsælda safnaða sinna. Þó held ég, að séra Haraldur hafi tæplega notið sín sem skyldi framan af prestsskap sínum. Hann var ákaflega hlédrægur maður, miklu meira en ætla mætti með svo mikinn gáfumann. Auk þess var hann lengi einhleypur og húlaus og alltaf félítill. Allt þetta gerði aðstöðu hans í sveita- Prestakalli erfiðari. En árið 1919 kvæntist séra Haraldur ágætri konu, Margrétu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.