Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 38
420 KIRKJURITIÐ Jakobsdóttur frá Fáskrúðsfirði, er reyndist honum hinn trygg- asti lífsförunautur og lífsstoð. Stofnuðu þau síðan fallegt og hamingjuríkt heimili. Var það virt og vinsælt, enda húsbænd- urnir glöð og skemmtin, gestrisin og heimilisprúð og börnin vel gefin og vel upp alin. Hagur prestsins var hér eftir allur annar og aðstaða hans önnur og betri til áhrifa í söfnuðunum. Sýndi það sig þá, sem oftar, hve ómetanlegt gott heimili er fyrir starf prestsins. Árið 1938 var séra Haraldur sjötugur. Óskaði söfnuðurinn þá, að hann starfaði til 75 ára aldurs. Er hann var sjötíu og fimm ára, var hann settur til að þjóna kallinu um nokkurt skeið. En haustið 1945 voru kraftar hans svo þrotnir, að hann treysti sér ekki lengur til að halda áfram störfum, enda þá kominn hátt á 77. ár. Um störf séra Haralds utan prestsstarfsins er mér lítið kunn- ugt. Hann var í sáttanefnd og skólanefnd, sem á þeim tímum var talið nokkuð sjálfsagt starf prestsins. Starfskraftar hans til kennslu notuðust tæplega sem skyldi á meðan hann var i Hofteigi, enda aðstæður hans til þess erfiðar lengst af, meðan hann var þar. En í Mjóafirði starfaði hann hins vegar mikið að kennslu, bæði barna og unglinga, og eins nokkuð eftir að hann fór þaðan. Haustið 1945 fluttist séra Haraldur til Fáskrúðsfjarðar, það- an árið 1950 til Hafnarfjarðar. Þar varð hann fyrir þeirri sorg að missa konu sína. Hún lézt 30. júlí 1957. Var það hon- um þungt áfall. En hann var svo lánsamur, að böm hans vildu það fyrir hann gera, er í þeirra valdi stóð, og hjá þeim dvald- ist hann það, sem eftir var ævinnar. Séra Haraldur Þórarinsson var frekar lágur maður vexti, en þrekvaxinn og vel að manni. Hann var stórbrotinn skapmaður, en sat vel á skapi sínu eftir að ég kynntist honum. Hann var fastmæltur, fastlyndur og trölltryggur. Blessuð sé hans minning. Jakob Einarsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.