Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 39
Héraðsfundur Eyjaíjarðarprófastsdœmis. í Dalvíkurkirkju 25. sept. 1960. Vér lyftum hjörtum hátt frá jörö til himins upp meö þakkargjörö. Þig lofar, Herra lífsins hár, hiö liðna héraösfundarár. Þú varst oss, Faöir, vörn og skjól. Þú varst oss, Kristur, líf og sól. Þú sendir Andans blíöa blœ að brœöa' úr hjörtum ís og snœ. En — var þinn hópur viðbúinn? Ó, væg oss sekum, Drottinn minn. Oss sendu ennþá nýja náð með nýjan styrk og hjálparráð. Vér biðjum: Gef oss bjarta stund og blessa nú vorn héraðsfund og lát oss nýjar leiðir sjá í Ijósi björtu himnum frá. Ó, mannsins sonur, með oss ver, sem mœtum nú til fundar hér. Oss kveik í hjörtum heitagt bál. Far helgum eldi' um líf og sál. Vald. V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.