Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 41
KIRKJURITID 423 sætin. Kirkjan er byggð úr steinsteypu eftir teikningu Halldórs arkitekts Halldórssonar í Reykjavik. Yfirsmiður var Jón Emil Stefánsson byggingameistari á Dalvík, en Ólafur húsgagna- nieistari Ágústsson á Akureyri gekk að nokkru leyti frá innan- þiljum og smíðaði bekki og altari. Málningu önnuðust málara- meistararnir FriSsteinn Bergsson og Páll Sigurðsson. Um raf- lögn sá Helgi Indriðason rafvirkjameistari á Dalvík að mestu leyti. Prédikunarstólinn smíðaði Ágúst Jónsson trésmíðameist- ari á Akureyri. Allan útskurð, sem er mjög mikill, annaðist Jó- hann Björnsson frá Húsavík af mikilli snilld. Klukkur eru tvær í turninum. Er þeim hringt með rafmótor. Skírnarfontinn hafa. teiknað og skorið út bræðurnir Kristján og Hannes Vigfússynir í Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Er hann prýddur útskornum niyndum úr hinni helgu sögu, helgitáknum og rósastrengjum. Verkstjóri á kirkjulóðinni hefur verið Stefán Björnsson frá Grund. Girðingu um kirkjugarð, ásamt hinu myndarlega „sálu- hliði", gjörði Bílaverkstæði Dalvíkur, forstjóri Jónas Hallgríms- son, en girðingu um kirkjulóð Jóhannes Árskóg bifvélavirki á Dalvík. Kirkjunni hafa borizt margir góðir munir. Verður hér birt skrá yfir þá og gefendurna. Þess skal getið, að skrá yfir pen- ingagjafir til kirkjunnar, sem voru bæði margar og miklar, verður síðar birt: 1. Altaristafla, gefin af hjónunum Sigurlaugu og Kristni Jóns- syni á Dalvík. 2. Tvœr stórar Ijósastikur á altari; sömu gefendur. 3. Tvœr silfraöar Ijósastikur á altari. Minningargjöf frá hjón- unum Önnu Arngrímsdóttur og Kristjáni Jóhannessyni hreppstjóra á Dalvík. 4. Sakramentisáhöld: kaleikur, patína, oblátuöskjur. Minning- argjöf frá Þorsteini sál. Jónssyni póstafgrm. á Dalvík. Af- hent eftir lát hans. 5- Altarisbiblía. MinningargjÖf frá Þorsteini Baldvinssyni á Dalvík. 6. Guðbrandsbiblta, ljósprentuð útgáfa. Gefin af hjónunum Stefaníu Jónsdóttur og Baldvini G. Jóhannssyni, form. bygg- ingarnefndar. 7. Þrír blómavasar á altari, minningargjöf frá hjónunum Önnu Arngrímsdóttur og Kristjáni Jóhannessyni hreppstjóra.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.