Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 41

Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 41
KIRKJURITIÐ 423 sætin. Kirkjan er byggð úr steinsteypu eftir teikningu Halldórs arkitekts Halldórssonar í Reykjavík. Yfirsmiður var Jón Emil Stefánsson byggingameistari á Dalvík, en Ólafur húsgagna- nieistari Ágústsson á Akureyri gekk að nokkru leyti frá innan- þiljum og smíðaði bekki og altari. Málningu önnuðust málara- meistararnir Friðsteinn Bergsson og Páll Sigurðsson. Um raf- lögn sá Helgi Indriðason rafvirkjameistari á Dalvík að mestu leyti. Prédikunarstólinn smíðaði Ágúst Jónsson trésmíðameist- ari á Akureyri. Allan útskurð, sem er mjög mikill, annaðist Jó- hann Björnsson frá Húsavík af mikilli snilld. Klukkur eru tvær í turninum. Er þeim hringt með rafmótor. Skírnarfontinn hafa teiknað og skorið út bræðurnir Kristján og Hannes Vigfússynir í Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Er hann prýddur útskornum rnyndum úr hinni helgu sögu, helgitáknum og rósastrengjum. Verkstjóri á kirkjulóðinni hefur verið Stefán Björnsson frá Gi’und. Girðingu um kirkjugarð, ásamt hinu myndarlega „sálu- hliði“, gjörði Bílaverkstæði Dalvíkur, forstjóri Jónas Hallgríms- son, en girðingu um kirkjulóð Jóhannes Árskóg bifvélavirki á Dalvík. Kirkjunni hafa borizt margir góðir munir. Verður hér birt skrá yfir þá og gefendurna. Þess skal getið, að skrá yfir pen- *ngagjafir til kirkjunnar, sem voru bæði margar og miklar, verður siðar birt: 1- Altaristafla, gefin af hjónunum Sigurlaugu og Kristni Jóns- syni á Dalvík. 2. Tvœr stórar Ijósastikur á altari; sömu gefendur. 3. Tvœr silfraöar Ijósastikur á altari. Minningargjöf frá hjón- unum Önnu Arngrímsdóttur og Kristjáni Jóhannessyni hreppstjóra á Dalvík. 4. Sakramentisáliöld: kaleikur, patína, oblátuöskjur. Minning- argjöf frá Þorsteini sál. Jónssyni póstafgrm. á Dalvík. Af- hent eftir lát hans. 5- Altansbiblía. Minningargjof frá Þorsteini Baldvinssyni á Dalvík. 6. Guöbrandsbiblía, ljósprentuð útgáfa. Gefin af hjónunum Stefaníu Jónsdóttur og Baldvini G. Jóhannssyni, form. bygg- ingarnefndar. L Þrír blómavasar á altari, minningargjöf frá hjónunum Önnu Arngrímsdóttur og Kristjáni Jóhannessyni hreppstjóra.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.