Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 42
KIRKJURITIÐ 424 8. Tveir blómavasar, gefnir af hjónunum Ásgerði Jónsdóttur og Sigfúsi Þorleifssyni á Dalvík. 9. Tuttugu sálmabœkur, gefnar af Snorra Sigfússyni f. skóla- stjóra, nú í Reykjavík. 10. Tuttugu sálmábœkur, minningargjöf frá Þorsteini Stefáns- syni, Akureyri. 11. Kross á kirkjuturninn, gefinn af Sveinbirni Jónssyni for- stjóra í Reykjavík. 12. Ljóskross yfir kirkjudyrum, minningargjöf frá hjónunum Friðriku Jónsdóttur og Elíasi Halldórssyni trésmíðameist- ara á Dalvík. 13. Messusöngsbók frá ,,konu, sem lengi söng í Upsakirkju". 14. Skírnarfontur frá konum í Dalvíkurhreppi. 15. Messuklœöi frá konum í Dalvíkurhreppi. 16. Skrifborö og stólar í skrúðhús. Gjöf frá Jóni Emil Stefáns- syni, yfirsmið kirkjunnar. 17. Gestabók. 18. Fermingarkyrtlar, 25 að tölu. Upphaflega gaf kvenfélagið „Tilraun“ prestakallinu 25 kyrtla. Af þeim komu 12 í hlut Upsasóknar. Kvenfélagið ,,Vaka“ á Dalvík bætti síðan 13 kyrtlum við, svo að kirkjan á nú 25 kyrtla. 19. Prédikunarstóll, Ijósatæki, gólftep'pi. Nokkur hluti af and- virði þessara muna var greitt af fé, sem konur höfðu ýmist safnað, fengið í áheitum eða aflað með kaffi og munasölu o. s. frv. Forgöngu höfðu frúrnar Þóra Antonsdóttir, Petr- ína Þ. Jónsdóttir, Ásgerður Jónsdóttir og Baldvina Jóhanns- dóttir á Dalvík. Megi blessun Guðs hvíla yfir húsi og söfnuðinum á Dalvík! Vakin skal atliygli á því, að Dansk Bibelskole í St. Kirkestræde 1. Köbenhavn K, heldur uppi bréfaskóla og gengst nú fyrir tveim nám- skeiðum. Fjallar efni annars þeirra um Rómverjabréfið (leiðbeinandi séra Knud Baagö, Skæringe), hitt um guðsþjónustuna nú á tímum (leiðbeinandi séra Erik Aaagard). Gjaldið er 9 kr. danskar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.