Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 44
426 KIRKJURITIÐ En þessi áminning virðist ná tilgangi sínum, þótt einungis sé stöku sinnum komið til guðsþjónustu. Og frumsöfnuðurinn virðist hafa mætt á hverjum sunnudegi og jafnvel oftar, svo að allar áminningar urðu þá út í bláinn. En sé litið ofurlítið dýpra en á yfirborðið til að leita orsak- anna fyrir lítilli kirkjurækni, kemur fljótt í ljós, að allt annað er nú talið þýðingarmeira en kirkjugangan. Hvað er fólkið að gera á sunnudögum? Það vinnur daglangt við húsabyggingar, garðrækt og alls konar tómstundastörf og nær oft furðulegum árangri. Það eyðir tíma sínum við glaum og hávaða grammófóns og útvarpstækja í heimahúsum, það fyllir danshús og kvikmynda- hús, leikhús og sýningarsali. Það leitar að gleði, en finnur hana mjög takmarkað. Með hverju ári ágerist eirðarleysi og alls konar óánægja> sem veldur taugaveiklun, sundrung og ófriði sérstaklega a heimilum og endar oft með algjöru örvæni og upplausn, sinnu- leysi og geðtruflunum. Samt er fólkið alltaf að njóta svo- nefndra skemmtana og gleðimóta. En gæti ekki verið, að gleðin yrði sannari og hreinni, sál- arfriðurinn traustari, hið innra jafnvægi öruggara, ef kirkju- ræknin væri betur efld, hljóðar, helgar stundir yrðu viss og ákveðinn þáttur í daganna rás, líkt og svefn og hvíld, matur og drykkur? Fæstir geta verið án reglubundins svefns um lengri tíroa> án þess að veiklast að mun. Sálfræðingar fallast á, að þannig sé einnig um hljóðar, helgar stundir í þögn og hugleiðslu, Þæl vekja og styrkja, gefa einhvern innri kraft, sem ekki má an vera, ef lifa skal hamingjusömu lífi. En auk þess göfga Þæl og dýpka vitundarsviðið, veita beztu blómum andans t. d. aU®' mýkt, lotningu, ástúð og tilbeiðslu svigrúm til að dafna í frlðl' Gæti ekki verið, að kirkjugöngur gætu verið helzta grseðily1 við mörgum þeirra meina sálarlegra, siðferðilegra og líkarn' legra, sem nú er án árangurs reynt að lækna með ótal pillum og sprautum ? Læknarnir ættu annars að athuga það. Ef til vill væri þa ekki verra né þýðingarlausara rannsóknarefni en ýmislegt ann að, sem athugað er á rannsóknarstofunum. Árélíus Níelsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.