Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 46

Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 46
428 ICIRKJURITIÐ uggur um tilvist annars heims og þessa. Þótt sagan og þjóð- irnar séu þessum heimi háðar, fer einstaklingurinn til aeðn veraldar í dauðanum. Hvernig fer þá um þig og mig, sem eigum dauðann fram- undan? Enginn vafi leikur á því, að dómur er eftir dauðann- Ég veit ekki, hvemig Víti er farið, en það táknar eitthvert ástand — þeirra, sem vilja fara sinna ferða, og eru hvorki færir um né hafa neina löngun til að lifa í ljósi Guðs. Hins vegar eru aðrir, sem himnaríki stendur opið, göfgar sálir, sem hafa elsk- að Guð og þjónað honum í þessum heimi — syndarar, sem orð- ið hafa að helgum mönnum. Hvað er þá að segja um meðalmennin ■— mig og þig? Guð se oss líknsamur — því að vissulega erum vér ekki hæfir til guðs- ríkis eins og sakir standa; það vitum vér mæta vel. Framtíð vor veltur að minni hyggju á því, hvar hjarta vort er, hver eru auðæfi vor. Ef vér unnum guðlegri gæzku innst inni, þráum hana, og leitumst af veikum mætti við að auðsýna hana — held ég að vér eigum hjálpar von. Því að þá eigum vei nokkurn trúarvott. Og þá getur Kristur, sem vill laða oss alla til samfélags við sig, haft sín áhrif á oss og ummyndað oss- Ég trúi á samfélag allra þeirra, sem öðlazt hafa fyrirgefning og reynt umsköpunarmátt frelsarans, bæði þessa heims og ann- ars. Trú mín er bundin æðra heimi, skylda mín þessum. Guð gefi oss öllum að vera trúir í þjónustu hans, bæði nú í ver' öldinni og síðar í himnunum. G.F.Fisher erkibisku'p (G.Á.)- „Hefur þú nokkru sinni heyrt fagnaðarerindið?" spurði trúbo 1 nýjan gest á einni samkomunni. „Nei, það hef ég ekki gert, en ég hef séð það,“ svaraði Kínverjinn’ sem spurður var. „Séð það!“ „Já, ég þekki mann, sem var öllum til ama og kvalræðis í n® grenninu. Hann var ópíumþræll og lét oft eins og villidýr, talaði n óheyrilega. En hann tók kristna trú og varð eins og nýr maður. I er hann ekki annað en gæzkan og stillingin. Hann er meira að segJ£ hættur að reykja ópíum."

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.