Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 49
KIRKJURITIÐ 431 Annars má segja, að saga Löngumýrarskólans sé ævintýri líkust. Af stórhug og miklum dugnaði hefur frk. Ingibjörg byggt upp skól- ann, og hefur hann vaxið og dafnað undir stjórn hennar. Og vin- sældir skólans eru alkunnar. Margar ungar stúlkur hafa hlotið þar menntun sína í húsmæðrafræðum, og minnast þær skólans með hlý- hug og þökk. Og þó að ef til vill væri ekki allt fullkomið á nýtízku mælikvarða í ýmsum aðbúnaði, einkum fyrstu árin, þá var hlýjan, sem mætti þeim, vináttan, sem þær bundust, meira virði. Alltaf stendur frk. Ingibjörg í stórræðum. Þegar hún hefur lokið v>ð eina framkvæmdina, byrjar hún á annarri. Að vísu fær hún ein- hvern styrk frá því opinbera, en að mestu leyti verður hún að standa straum af þessu ein. Margt þarf að athuga og framkvæma. Fyrir nokkrum árum var leitt kalt vatn í skólann. Leiðslan var a 3ja km löng. Skiljanlega mjög dýrt fyrirtæki. Nú á að fara að leggja heitt vatn, hitaveitu, í skólann frá Varma- hlíð. Leiðin mun vera nær því 2 km. Og áætlaður kostnaður a. m. k. 250 þús. kr. Allir sjá, hvílíkur feikna dugnaður og áræði það er að koma þessu 1 framkvæmd fyrir eina manneskju, þó að ríkisstyrkur sé einhver. Nýlega hefur farið fram þurrkun á landi skólans og bíður það nú eftir, að það sé brotið og ræktað. Og víst er það, að frk. Ingibjörg hefur mikinn hug á að rækta 'andið. Matjurtagarðar, skógarreitir og tún. Þannig mun það verða von bráðar. Húsmæðraskólinn að Löngumýri hefur oftast verið vel sóttur, þó að misjafnt sé, eins og með fleiri húsmæðraskóla á landinu. Síðast- hðinn vetur var unglingaskóli haldinn þar hluta úr vetrinum. Og Var aukakennari ráðinn séra Árni Sigurðsson.. Var reynslan góð af shku, en óvíst er, að framhald verði á því. Frk. Ingibjörg hefur ætíð lagt kapp á að glæða fegurðarsmekk ungiinganna og lagt áherzlu á, að andinn er efninu æðri, og viljað hafa kristileg áhrif á nemendur sína. Það er ekki sízt þess vegna, að hún hefur lánað skóla sinn undanfarin sumur til sumarbúða fyrir kirkjuna. °g þess vegna var líka æskulýðsmót haldið þar laugardag og sunnudag 6. og 7. ágúst s. I. Um 170 unglingar víðsvegar að tóku Þátt i mótinu og átta prestar voru mættir. Undirbúning höfðu annazt sumarbúðastjórinn séra Lárus Halldórsson og stjórn Æskulýðssam- bands Kirkjunnar í Hólastifti (Æ.S.K.). Stór tjaldborg reis á túninu sunnan við skólann síðari hluta laug- ardags, því að flestir urðu að gista í tjöldum. Mótið hófst með kvöldvöku í kapellu skólans. Séra Pétur Sigur- Seirsson setti mótið og stjórnaði því af sinni kunnu Ijúfmennsku og uugnaði. Þá las Valdimar Snævarr fyrrv. skólastjóri upp frumort jjóð og flutti síðan hvatningarorð til æskunnar. Var hann brennandi landanum og óskaði, að allir mættu eignast Krist að leiðtoga lífs sms. Þvi næst komu fram þrir ungir menn frá Akureyri, þeir Ing-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.