Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 50
432 KIRKJURITIÐ ólfur Sverrisson og Magnús Aðalbjörnsson, er sögðu frá ferðalagi um Bretland og Sviss og fyrirkomulagi á Æskulýðsmótinu í Lau- sanne, er haldið var i júlí í sumar. Ennfremur Völundur Heiðreks- son, sem einnig er einn af Lausanneförunum; las hann upp þýdda smásögu, athyglisverða. Síðan flutti séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað ræðu um Æskulýðsmótið i Lausanne og hvatti ung- lingana til starfs fyrir kirkjuna, hvern á sínum stað. Sungið var á milli atriði, en gefið hafði verið út fjölritað hefti með söngvum fyrir mótið. Eftir kvölddrykk var sýnd stutt kvikmynd frá starfi Æskulýðs- félags Akureyrar. Síðar um kvöldið var svo varðeldur suður á túninu. Tryggvi Þor- steinsson skátaforingi á Akureyri stjórnaði þeirri stund. Var farið í ýmsa leiki og mikið sungið. Að lokum var skotið upp flugeldum við mikil fagnaðarlæti. Þegar eldurinn tók að dvína, hljóðnaði lík8 yfir hópnum, og gengu nú allir hljóðir heim í skóla og þar fóru fram kvöldbænir, er séra Andrés Ólafsson, prófastur á Hólmavík, annað- ist. En hann hafði komið á mótið með 20—30 unglinga að vestan. Veður hafði verið heldur drungalegt á laugardag, en fór þó óðum batnandi. Og á sunnudagsmorgun skein sól í heiði og Skagafjörður skartaði sínu fagra sumarskrúði. Allir urðu glaðir við og dáðust að fegurð héraðsins. Dagurinn hófst með fánahyllingu og morgunbænum, sem séra Lárus Halldórsson hafði. Eftir morgunverð var svo frjáls tími til hádegis. Var hann not- aður til að skoða sig um eða til íþrótta. Margir fóru og skoðuðu minnismerki Stephans G. Stephanssonar á Vatnsskarði, og sáu þá vítt yfir Skagafjörð, baðaðan i sólskini. Aðrir fóru í sundlaugina í Varmahlíð Daginn áður höfðu sumir skoð- að byggðasafnið í Glaumbæ. Nokkrir fóru þangað á sunnudaginn. Eftir hádegisverð var ekið heim að Hólum. Þar skyldi mótinu ljúka með hátíðarguðsþjónustu. Séra Þórir Stephensen, Sauðárkróki, prédikaði, en altarisguðsþjónustu önnuðust séra Árni Sigurðsson, Hofsósi og séra Björn Björnsson, prófastur, Hólum. Að guðsþjónustu lokinni sleit séra Lárus Halldórsson mótinu með stuttri ræðu. Mót þetta tókst vel og voru allir ánægðir, er það sóttu. Stundin í Hóladómkirkju var hátíðleg og hápunktur mótsins. Unglingarnir sungu sálmana af gleði og með þrótti. Og þegar þeir sungu Áfram Kristsmenn, Krossmenn, var auðfundið, að þeir vildu vera í ÞeiIT1 hópi og eiga ljós Krists og starfa fyrir hann. Óskandi er, að fleiri mót lík þessu séu haldin. Fermingarbarna- mótin eru ágæt, en það þarf líka mót fyrir eldri unglinga. Hið nýstofnaða Æskulýðssamband Kirkjunnar í Hólastifti hefur hug á að skipuleggja og sjá um fleiri mót á félagssvæðinu á næsta án- Sigurður Guðmuwisson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.