Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 8
2 KIRKJURITIÐ þegar ekki er messað í sókninni, eða jafnvel hvort sem er. — Annar þáttur prestsstarfsins er að húsvitja á hverjum bæ, líta eftir kunnáttu ungra og gamalla, ýta undir alþýðlega menn- ingu yfirleitt. Hlutverk safnaðarins er að sækja messurnar, iðka húslestra, taka á móti prestinum, þegar hann kemur, og inna af hendi gjöld sín til prestsins og kirkjunnar, jarðarafgjöld, ljóstolla, lambstolla, kvaðir, prestsmötu o. s. frv. -— Dýrð og vegsemd prestanna er mikil, hið andlega starf þeirra hefur fast og ákveðið form, innan ramma þjóðfélags, sem mótast að miklu leyti af því, að það er samvaxið kirkjunni. En þó að þessi mynd sé að mörgu leyti glæsileg, fer ekki hjá því, að djúpir og dimm- ir skuggar séu þar samofnir hinni gullnu dýrð. Kirkjuræknin er öðrum þræði ávöxtur helvítisprédikana og ógnana eða hræðslu við tiltektir veraldlegra stjórnarvalda. Kirkjurækinn maður nýtur meira álits, og margur á nokkuð undir því að koma sér vel við voldugasta mann sveitarinnar. Söfnuðurinn borgar gjöld sín bölvandi í hljóði, því að menn líta á þau sem persónu- legar álögur, en ekki tillag til helgrar stofnunar. Stórbændurnir öfunda prestinn af slægjum og varplöndum, kaupmannavaldið lítur hann stundum óhýru auga. Fátækrahjálpin fer fram sam- kvæmt aðferðum, sem bezt bera vott um úrræðaleysi þjóðar- innar. Öreigarnir kreppa hnefann í buxnavösunum, þegar sveit- arflutningur, sundrun heimila eða niðurseta á misjöfnum bæj- um er náðarbrauðið, sem að þeim er rétt. Þó að hreppstjórarnir hafi sjálfsagt fengið sinn bróðurpart af gagnrýninni, hlaut prest- urinn að fá sitt. Það andar víða kalt til höfðingjanna. Sjálfsagt hefur margur veslingurinn átt athvarf hjá presti sínum, og stundum kvörtuðu hreppstjórar yfir því, að prestarnir héldu hlífiskildi yfir fátækum bændum, með því að leigja þeim kirkju- jarðirnar fyrir lítið, í stað þess að hrekja þá burtu á annan hrepp. Margur unglingurinn fékk ókeypis tilsögn hjá prestinum og þar með fyrstu möguleika til að komast áfram á mennta- braut sinni. Og vafalaust voru margir prestar, sem heldur létu sig vanta tekjur sínar en að ganga hart eftir prestslömbum, enda voru þau víst ekki alltaf valin af skárri endanum. — Þann- ig sýnir hin gamla mynd bæði ljós og skugga, og lái mér hver sem vill, þó að ég segi, að sem heild finnst mér hún ekki svo aðlaðandi, að ég myndi óska, að hún yrði aftur að veruleika. Önnur myndin stendur oss nútímamönnum nær. Hún er frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.