Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 3 fyrri hluta þessarar aldar. Ég þekki hana frá bemsku minni og af frásögn þeirrar kynslóðar, sem var orðin gömul, þegar ég var ungur. Þetta er breytileg mynd, eins konar kvikmynd, sem erfitt er að gefa fast form. Þjóðin er að verða sjálfstæð, eða allt að því. Nýjar hreyfingar berast til landsins, félagsstarfsemi af óteljandi tegundum er að hefjast, skólar rísa. Nýjar og áður óþekktar stjórnmálastefnur fara að láta til sín taka, þó að lengi framan af sé það enn sjálfstæðisbaráttan, sem mestu skiptir. í öllu þessu eru prestarnir þátttakendur, og í þeirra hópi eru margir áhrifamestu framfaramennirnir. Þorpin fara að mynd- ast hringinn í kringum allt land, fleiri og fleiri yfirgefa hinn forna atvinnuveg, landbúnaðinn, og fást við útgerð og verzlun. Tvennt er það þó, sem kemur til með að veikja áhrif presta- stéttarinnar og gerir um leið aðstöðu safnaðanna örðugri. Ann- að er — ekki hnignun, heldur breytt aðstaða landbúnaðarins í landinu. Það þarf ekki að breyta sjónum, þó að vélbátur taki við af róðrarbát, en jörðina þarf að laga til, slétta, ræsa o. s. frv. til þess að hún verði nytjuð með nýrri tækjum. Bændurnir missa frá sér vinnukraftinn og gefast margir upp við búskap- inn, eftir heiðarlega baráttu, stundum farnir að heilsu og kröft- um. Kirkjan hafði frá fornu fari verið svo tengd landbúnaðin- um, að allt hennar skipulag hlaut að riðlast um leið. Prestarnir urðu hver af öðrum að „fara á mölina“. Prestssetrin með kirkju- jörðunum gátu ekki lengur staðið undir útgjöldum hins kirkju- lega starfs. Það, sem áður voru hlunnindi, varð nú að byrði. Og þá hófst sorgarsaga prestastéttarinnar. Hún varð öreiga- stétt á landssjóðslaunum, einn „ómaginn“ á „landssjóði“. Og þegar ég lít yfir þingtíðindi frá þeim þingum, sem fjallað hafa um „kaup og kjör“ prestanna allt frá 1875, fer blátt áfram hrollur um mig. Mér finnst ég alls staðar sjá þar stinga upp höfðinu sjálfráða og ósjálfráða hefnigirni stórbændanna, kaup- mannavaldsins og sveitarómaganna frá ,,gullöldinni“. Prestarn- ir eru enn í áliti, og alþýða manna heldur, að þeir vaði í pen- ingum, af því að þeir eru „embættismenn á landssjóði". Fyrir nokkrum árum talaði ég við mann, sem nú er velmegandi borg- ari í Reykjavík, og hann sagði við mig: „Þegar ég var ung- lingur, hélt ég, að presturinn minn væri vel fjáður, og var undr- andi yfir sparsemi hans, — en síðar fékk ég vitneskju um, að hann var bláfátækur maður, sem bjó við verri kjör en nokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.