Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 9 kirkjulegra tímarita gæti einnig gert sitt gagn. Kirkjuritið þarf að stækka og fá fleiri kaupendur um allt land. Allir prestar og allir söfnuðir verða að líta á það sem skyldu sína að koma því á framfæri, skrifa í það og senda því fréttir. Þökk sé þeim, sem þetta hafa gert á liðnum árum. Einn dráttur enn í myndina og í rauninni sá þýðingarmesti. Á norræna prestafundinum í Aarhus 1959 svöruðu nokkrir prestar spurningunni: „Nær guðsþjónustan til fólksins?" Ræðu- menn voru frá öllum Norðurlöndunum. Flestir miðuðu við kirkjusóknina, sem alls staðar er fremur dræm. En íslenzki full- trúinn, séra Garðar Þorsteinsson, skar sig úr. Hann tók nokkur dæmi ,,úr lífinu sjálfu“, frá kynnum sínum af fólkinu, og lýsti því, hvernig áhrír guðsþjónustunnar, prédikunarinnar, bænar- innar, kæmu fram á örlagastundum þess. Hann benti á áhrif kristindómsins á hugsunarhátt manna, þegar slys bæri að hönd- um, og fjöldi manna ætti mikið undir hjálp og örlæti samborg- ara sinna o. s. frv. Þama er í raun og veru kjarni málsins. í upphafi fékk kirkjan styrk sinn frá hinum hljóðlátu í landinu, frá alþýðunni með ófalsaða trúarþörf og andlegan þorsta. Svo hefur verið á öllum tímum. Og svo er enn. Þetta vitum vér af eigin reynslu og þurfum engan annan að spyrja. Líf kirkjunn- ar er ekki fyrst og fremst fólgið í einstökum, hátíðlegum at- höfnum, þar sem fjöldinn hrífst með, — ekki heldur í pólitísk- um völdum eða kapítalistiskri auðsöfnun, — heldur í því hljóð- láta starfi, sem fram fer frá degi til dags, — í fámenni og strjálbýli, engu síður en þéttbýlinu. Þó að kirkjan þurfi sinna ijármuna með og aukinna starfskrafta, þá má enginn halda, að hin hædda, félitla íslenzka kirkja, með fáum starfskröftum og dreifðum söfnuðum geri ekki sitt gagn til eflingar guðs ríkis með þjóð vorri. Ef til vill er íslenzka kirkjan, íslenzka guðs- þjónustan og íslenzki presturinn tengdari þjóðlífinu en nokkurs staðar á sér stað í nágrannalöndum vorum. Jafnvel þeir, sem skrópa frá messum, njóta góðs af henni og hennar starfi, og því megum vér ekki gleyma, að á mörgum þýðingarmestu og viðkvæmustu stundum ævinnar kemst hver einasti maður í sam- band við kirkju Krists. Það er því engin ástæða til að örvænta. „Drottinn er í nánd“. Hreyfingin í trúarlega átt fer vaxandi með nýjum tíma, hvernig sem formin kunna að vera. Ég hef ekki trú á, að einræðisvald páfakirkjunnar eða heittrúarstefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.