Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Síða 24

Kirkjuritið - 01.01.1961, Síða 24
„Mitt hróp áí heitum dreyra". Ákall Bólu-Hjálmars 1851. Veröa og hverfa er veröldum vísasta fyrirlieit, öölast og missa er manninum meðfœtt á jaröar reit. (Bólu-Hjámar 1845 við konumissi). Veröld Hjálmars skálds er fjarlæg okkur orðin, þessi um- mæli hans hafa a. n. 1. rætzt um hana nú. Ýmsum fer að þykja andleg örbirgð hans litlu minni en önnur fátækt hans var, svo að ekki geri til, hvort ljóð hans séu rangtúlkuð eða jörðuð held- ur án túlkunar yfirleitt. Þó er það álit fjarri sanni. Meðal ættjarðar- og eggjanakvæða Hjálmars er Þjóöfundar- söngur 1851 fremstur að kynngi og andagift. Ég sleppi að tala um það, sem vakti mesta eftirtekt í fyrstu, brýninguna í 2. og 3. vísu; Hjálmar hefur lifað sig heitur inn í þjóðmálaeggjanir Gísla Brynjúlfssonar og Jóns Sigurðssonar á 2 undanförnum árum. Hitt efnið í kvæðinu: fjallkonumynd þess og ákall skálds- ins hennar vegna til Drottins — vitnar um skynjunardýpt, sem er Hjálmars sjálfs. Þeir hlutar Þjóðfundarsöngs hljóða þannig: Aldin móöir eöalborna, ísland, konan heiöarlig, ég í prýöifang þitt forna fallast lœt og kyssi þig, skrípislœti skapanorna skulu ei frá þér villa mig. Þér á brjósti barn þitt liggur, blóöfjaörirnar sogiö fœr. Legg viö, faöir, líknareyra, leiö oss einhvern hjálparstig.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.