Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 19 En viljiröu ekki orð mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, mitt skal hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. Móðir vor með fald og feidi fannhvítum á kroppi sér, hnigin að ævi kalda kveldi, karlœg nær og holdlaus er. Sjáðu, faðir, Tconu klökkva, sem kúrir öðrum þjóðum fjær; dimmir af skuggum dauðans rökkva, Drottinn, til þín hrópum vér: Líknaðu oss eða láttu sökkva í leg sitt aftur foma mœr! * Niðurlagsorðin eru bæði að máli og hugsun arfur frá Bjarna Thorarensen og eins, að „Eldgamla ísafold" sé gömul móðir. En ekkill á sextugsaldri hlýtur að útfæra þá hugmynd öðru vísi en 18 ára rómantískt skáld í Kaupmannahöfn gerði. Úr þjóð- málaumræðum líðandi stundar hafði Hjálmar það orðtak, að þjóðin væri „karlæg nær“ samanborið við forna atorku, en „holdlaus" táknaði blásin holt og naktar hlíðar, sem sagnir og elztu menn vissu áður betur grónar. 1 því efni var glöggu skáldi nærtækt að samlíkja við að sjúga blóðf jaðrirnar; hann sér van- nærð börn við „brjóstin visin og fölar kinnar" (orti svo 1874). Hver er grunntónn í öllum merkum kvæðum Hjálmars 1845 —51 ? Það er harmur eftir lát Guðnýjar konu hans og heimilis- sundrun; honum var langsjúkum og hröktum afkvæmum þeirra ekki skilið eftir nema eymdarlíf í fyrirlitningu og eldheit minn- Jng um hina geðstóru, gáfulyndu húsfreyju, sem skortur eða veikindi höfðu lagt í mold fyrir fertugt. Samfara harminum °x mjög trúrækni Hjálmars, en hafði jafnan verið nokkur. Þegar hugað er að orðum, sem lýsa Fjallkonunni í Þjóðfund- arsöng, má rekja flest þeirra til einhvers, sem stendur í eftir- mælakvæðum Hjálmars 1845 eftir Guðnýju eða annars staðar um hana. „Eðalborin“ er Fjallkonan, sbr. ættarblóð Guðnýjar 1 1. v. Ekkilsgælu, og svo sem hann sér Guðnýju framliðna íalda hvítu trafi Krists réttlætis (sama kvæði), ber nú þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.