Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 27 Öll sæti skipuð, og hengja á kirkjudyrnar um messutimann. Víða hefur orðið að fjölga messum. Hafa þó þrjár kirkjur verið vígðar eða endurvígðar vikulega þar í borg nú um skeið. Ný- skipaður biskup í Suður-Lundúnum, Stockwood, skýrir þetta á þann veg, að almenningur sé að verða leiður og uppgefinn á hinni blátæru efnishyggju og einskæru kapphlaupi um veraldar- gæði eða frama. Dagblöðin séu á sömu skoðun. Þau séu hætt að tönnlast stöðugt á söngnum um hinar tómu kirkjur, en helgi greinum um kirkjuleg og kristileg efni æ meira rúm í dálkum sínum. Hann er prestur ... Það eru svo sem til sólskinsblettir í dönsku kirkjunni líka. Eftirtektarvert, að við biskupskosningarnar báðar, sem fóru fram í haust i hinu forna Sjálandsstipti, hlutu þeir flest at- kvæði, sem starfað hafa að margs konar félags- og líknarmál- um. Og sá, sem var annar í röðinni í Kaupmannahafnarstipti, var Haldor Hald, sem oft er kallaður presturinn við kirkju hinna bersyndugu, þ. e. Sankti Nikulásarkirkju. Orðstír hans hófst fyrir átján árum. Þá flutti hann frá Vejle til höfuðborgarinnar, og Extrablaðið tilkynnti það með risastóru letri á þennan veg: ..Nú hefur Kaupmannahöfn eignazt sjálfsmorðingjaprest. Ef þér hafið í huga að fremja sjálfsmorð, þá hringið í séra Hald, hann hefur síma ...“ Vera má, að blaðið hafi sagt þetta upp á grín, en sími prests- ins hringdi að kalla dag og nótt, og Haldor Hald hefur síðustu fjórtán árin verið formaður Krosshers kirkjunnar. Það er fé- lagsskapur, sem hefur það hlutverk að leitast við að bjarga þeim, sem dýpst eru sokknir eða er að flæða: Áfengissjúkling- um, eiturlyfjanotendum, saurlifnaðarmönnum, vændiskonum, sakamönnum og öðrum börnum óláns og eymdar. Miðstöð þessa félagsskapar er Nikulásarkirkjan. Og þar er ekki aðeins mess- að. Þar er „skrifstofutími“ mestan hluta sólarhringsins. Prestar, læknar, lögfræðingar, sálfræðingar og fjöldi annarra gegna þar ólaunuðu sjálfboðastarfi. Og um 4000 manns leita ráða þeirra árlega, ýmist með viðtölum, símtölum eða bréflega. Broddborg- arar og úrhrök ganga þar jafnt til skrifta. Trúleysingjar og heittrúarmenn. Þrisvar sinnum fleiri karlar en konur. Marg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.