Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 29 eru háir, en hinir smæstu fáir. Eitt þeirra býður nú milljóna- vinning. Það er blátt áfram til skammar, því að það leiðir beint til óheilla og öfuguggaháttar. Fáir, ef nokkur, þarfnast þess eða hefur gott af því, að honum falli slík fjárupphæð fyrir- hafnarlaust í skaut. Og kalla má, að hinir mörgu, sem engan vinning hljóta, séu féflettir honum til framdráttar. Eins og ekki væri nær að fjölga heldur smærri vinningunum sem sam- svarar þeirri hálfu milljón, sem hæsti vinningurinn hefur nú verið aukinn um. Enginn vinningur þyrfti meira að segja að vera hærri en hundrað þúsund krónur. Það væri kappnóg. Fjöldi manns hefur frá fyrstu tíð keypt þessa happdrættismiða til styrktar góðu málefni, frekar en í vinningsvon. Svona aðfarir eru að slá á hendi þeirra. Þær vekja andúð og leiða. Reynslan mun sanna, að þær borga sig ekki. Og fyrst forráðamennirnir eru ekki réttsýnni en þetta, eiga yfirvöldin að taka í taumana. Þeim er það skylt vegna þess, að þau leyfa happdrættin, veita þeim fríðindi á þeim forsendum, að með þeim sé verið að vinna að almenningshag. En sá andi, sem hér ríkir að baki, er sá, að upphefja einn, en lítilsvirða fjöldann. Dauöinn kveöur hann ekki í hel. Þótt Sigurðar Birkis söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar verði sárt saknað, hæfir betur lofsöngur en harmakvein, þegar hans er minnzt. Fáir eiga fremur skilið, að nöfn þeirra geymist í íslenzkri kirkjusögu en hann. En lengur munu samt áhrif hans lifa meðal safnaðanna. Eflaust hefur honum eitthvað missýnzt í stefnu sinni og starfi, en það er fyrir löngu sýnt og sannað, að kirkjunni var það ómetanleg gifta, þegar hann var ráðinn í þjónustu hennar. Einhverjir embættismenn, sem honum voru samtíða, kunna að hafa átt jafn eldlegan áhuga og óbilandi af- kastaþrá — en enginn meiri, svo vitað sé. Enda olli barátta hans beinum þáttaskilum. Augljósast var það í hinum fámennu sveitasöfnuðum. Með myndun kirkjukóranna var ekki aðeins leystur sá vandi, sem víða var þá orðinn, að einhverjir fengjust til að syngja við messurnar. Hitt skipti ekki minna máli, að nsyndaður var kjarni kristilegra áhugamanna og kirkjugesta, sem ber ásamt prestinum uppi safnaðarstarfið og felur í sér fyrirheit um aukningu þess á ýmsa vegu. Stofnun kirkjukór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.