Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 42
36 KIRKJURITIÐ Eins og fyrr segir, varð þessi handtaka hans til þess, að norska kirkjan reis eindregið gegn ,,ríkinu“ — nazistastjórninni. Hún sýndi það í raun og veru, að þegar í odda skerst, ber framar að hlýða Guði en mönnum. Kirkjan á ekki annars úrkosta — ef hún vill með réttu kenna sig við Krist og þjóna honum. — Þessi afstaða og aðferð norsku kirkjunnar, ásamt tiltektum kennaranna norsku, sem fóru líkt að ráði sinu, höfðu sennilega meiri þýðingu fyrir norsku þjóðina en nokkuð annað á þeim tímum — réðu því, að raunar komu Norðmenn ósigraðir úr baráttunni, þótt land þeirra væri hernumið árum saman. Þegar Þjóðverjar gáfust upp, setti útlagastjórnin í London Arne Fjellbu biskup yfir Finnmörk til bráðabirgða. Nokkrum mánuðum síðar settist hann svo á biskupsstólinn í Niðarósi. 22. júní 1958 lagði hann hendur yfir Ólaf 5. Noregskonung þar í dómkirkjunni og lýsti blessun Guðs yfir honum og ríkis- töku hans. Það var stór stund í lífi biskups og norsku þjóðar- inanar, eins og kirkjuhátíðin 1953, þegar þess var minnzt, að 800 ár voru liðin frá því, að Nikulás Breakspear, síðar Hadrían páfi 4., vígði Jón Birgisson Stafangursbiskup fyrstan manna erkibiskup í Niðarósi. Enn má þess geta, að Fjellbu vígði Astrid prinsessu og mann hennar 12. þ. m. Á ferð sinni á Indlandi 1953 rakst Fjellbu á yoga á götu í Kalkútta einn morguninn. Sagði yoginn honum ýmsa liðna at- burði og aðra ókomna úr ævi hans. Þar á meðal, að það ætti fyrir Fjellbu að liggja að deyja úr hjartaslagi. Biskup telur það ekki ólíklegt, því að hann kennir nú hjartasjúkdóms. En hvort sem sú spá rætist eða ekki, eða hvenær sem kallið kemur til Arne Fjellbu, getur hann kvatt heiminn með miklu þakklæti. Hann hefur verið mikill lánsmaður á marga vegu. Honum hef- ur m. a. auðnazt að inna lengi og trúlega af höndum þá þjón- ustu, sem hann kaus sér í æsku. Hann hefur ekki verið leigu- liði, heldur höldur í norsku kirkjunni og á þann veg verið kirkju sinni og þjóð góður sonur. Áhrifa Fjellbus mun lengi og víða gæta eftir að nafn hans er gleymt. Því mun hann vel una. Það er óskadraumur eldhuga- og vökumanna. Gunnar Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.