Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 51

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 51
Bókafregnir. Selma Jónsdóttir: Býzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu. ■— Almenna Bókafélagið, Reykjavík. Þótt mér fyndust myndirnar forvitnilegar og vel gerðar, hóf ég lesturinn með nokkrum kvíðboga, líkt og væri ég að leggja uPp í ófærð, sem ég yrði nauðugur að kafa til að komast að efninu. Doktorsritgerðir eru að jafnaði ærið þurrar og strembn- ar og ósjaldan hreinn myrkviður. En ég varð hér fyrir óvæntri gleði. Þessi bók er hreinn skemmtilestur, ljós og greiður. Frúin hefur sem sé fundið gull í grasi og það lýsir fagurlega af því, þegar hún ber það upp í birtuna. Margt veldur því, að bók þessi hlýtur að verða almennum lesanda til gróða og gleði og kirkjunnar mönnum sérstaklega. Þótt hún sé harmsaga öðrum þræði. Því að engum dylst, hví- lik firn af íslenzkum listaverkum fyrri alda hefur farið í súg- inn og grotnað niður vegna óhirðu og skilningsleysis lærðra sem leikra, fyrir utan allt, sem týnt er og tröllum gefið er- lendis. Hitt hlýjar manni þó meira að þessu sinni, að þessi f jala- brot skuli þrátt fyrir allt hafa varðveitzt fram á þennan dag, °g að íslenzk kona skyldi verða til þess að lesa úr rúnum þeirra og bregða yfir það skærri birtu, hvernig straumar hámenning- ar miðaldanna bárust alla leið hingað út. Og að til voru hér á gullöld sagnaritunarinnar einnig aðrir listamenn, sem alls stað- ar hefðu reynzt hlutgengir sem skáldin. Flestum mun það hafa verið með öllu dulið, að hér gætti nokkurra býzanzkra áhrifa á sviði kirkjunnar eða þjóðlífsins, svo að heitið gæti. En vel má vera, að þau komi víðar í ljós, þegar betur verður leitað. Þótt dr. Selma kæmist af tilviljun á sporið, eins og hún lýs- ir, rekur hún sig síðan áfram af mikilli hugkvæmni og ná- kvæmri getspeki. Og þar sem konur hafa á öllum öldum auðg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.