Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 14
Erindisbréf SlGURBJÖRN EINARSSON, biskup yfir Islandi, sendir öll- um, er þetta bréf lesa eður lieyra, kveðju Guðs og sína. Kunnugt gjörist: Ég hef í dag vígt Einar Einarsson, sóknar- nefndaroddvita, til þess að gegna djáknastarfi í Miðgarða- prestakalli í Grímsey. Hef ég í þessu farið að ósk safnaðarins, er með samþykkt almenns safnaðarfundar mæltist til þessarar ráðstöfunar, og eftir tillögu sóknarprestsins, er nú þjónar Mið- garðaprestakalli ásamt sínu eigin. Með vitund Kirkjuráðs, kirkjumálaráðherra og liéraðsprófasts ákvað ég síðan að ráða nefndan Einar Einarsson til þess að vera kirkjunnar þjónn í téðu prestakalli og skipa þar djáknastöðu samkvæmt þeim lieitum, sem ég lief af lionum tekið í vígslu lians í sóknar- kirkjunni í viðurvist safnaðar, prests og prófasts, og í sam- hljóðan við þetta: ERINDISBRÉF: 1. Djákni er til bess ráðinn og vígður að vera sóknarpresti sinum til aðstoðar um þjónustu þess safnaðar, sem hann er vígður til. Hann starfar í umboði þess prests, sem ábyrgð ber á prestakallinu, og er í starfi sínu í öllu undir hann gefinn með umsjón héraðsprófasts og biskups. Starf hans er styrkt af almennu fé kirkjunnar, og (eða) safn- aðarins, og semur biskup um það við djákna um leið og ráðinn er. 2. Djákni skal flytja tíðir á sóknarkirkjunni á helgum dögum í sam- ráði við prest sinn og eftir þeirri reglu, sem biskup gefur fyrirmæli um. Hann skal og aðstoða prest sinn, þegar hann flytur messu í sókn- inni, skírir, fermir eða þjónustar, og vera jafnan búinn til hjálpar um allt, sem prestur kveður hann til. Skírn barna má djákni framkvæma, ef veik eru, svo og í forföllum sóknarprests, enda sé honum falið það af presti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.