Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 24
262 KIRKJURITIÐ Hér er ekkert skorið ulan af lilutunum né skoðanirnar kæfð- ar í neinu reykskýi, og er það mjög lirósvert. Hitt er annað mál, að þess verður að gæta hér sem oftar, að vér liöfum öll vorar takmarkanir og að’ í hinum snjallasta manni eru ýmsar eyð'ur. Þótt einhver sé góð'ur bílstjóri getur liann liæglega verið alls- emlis ófær geimfari. Það liggur beinlínis í orðum ráðherrans, að' þótt frú Furtseva sé stórgáfuð og gagnmennluð kona, er Iiún enginn sérfræðingur í trúvísindum almennt, né kristnum fræð'um sérstaklega. Hitt virðist beinlínis skína í gegn, að Iiún sé þeim Iiarla ókunnug, enda telji þau svo lítilvæg að liún liafi frá barnsaldri snúið huganum í aðra átt. Sé þetta rétt skilið — og ekki er það' vilj- andi rangskilið — er meðal annars þegar af þessari ástæðu eng- in ástæða til að taka alvarlega hrakspá bennar um framtíð trú- arinnar. Þá talar Iiún sem sé um hana líkt og maður sem eys sér yfir kommúnismann vegna þess að hann er alinn upp á and- úð' á bonum og liefur ekki einu sinni viljað kynna sér hann til nokkurrar hlítar. Dómar slíkra manua eru líkir lali blindra manna um lit og daufra manna um hljómlist. Sú staðbæfing ráðberrans, sem hlýtur að vekja ótvíræða efl- irtekt og furð'u, er sii, að kristindómur og kommúnismi sé eins og eldur og vatn, andstæð'ir lilutir, sem aðeins verði valið á milli, en aldrei samrýmdir. Og vitanlega er einn aðalkjarni kristinnar trúar, trúin á líf eftir dauðann, þar af leiðandi „í algerri andstöðu við' kenningar kommúnismans“. Ég verð að játa, að þótt ég vissi, að’ kommúnistar aðhyllist fleslir ákveðna heimspeki, hélt ég í fávizku minni, eins og ég hygg ótal aðrir, að' kommúnisminn væri fyrst og fremst vísst stjórnskipulag. Og því væri unnt að hahla uppi í megindráttum af mönnum með ólíkar trúarskoðanir. Kommúnisminn væri með öðrum orðum ekki fvrst og fremsl trú. Því að það er hann vitanlega engu síður en kristindómurinn, ef þar er um algjörar andstæður að ræða. Ég hallast helzt að því, eins og sakir slanda, að hér hafi farið líkt um samskipti Jieirra M ... og Furtsevu og oft er sagt af miðilsfundum. Því fullyrt er, að liinir ágætustu miðlar fái sjaldnast komið liinum mikilvægustu skilaboðum andanna ó- brjáluðum leiðar sinnar, þótt þeir séu allir af vilja gerðir.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.