Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 263 Sé þetta Iiins vegar algjörlega skökk tilgáta, en sannleikurinn sá, að einlægur og liugarlieill kommúnisti geti ekki verið krist- inn, né gert nokkurt ráð fyrir lífi eftir dauðann undir neinum kringumstæðum, skaðar sízt að vita það frekar en annað. Þar með er ekki sagt, að kirkjan megi þá örvænta, því að liún sjái nú sína sæng útbreidda. Það er framtíðin, sem sker úr því, livor aðilinn ber sigurorð af bólmi að lokum. Maður getur sér til hugarliægðar minnst þess, t. d. í sambandi við fullyrð- inguna um að vísindin muni alveg á næstunni afsanna trúna, að þetta er engin ný speki. Svipað sögðu heimspekingarnir í Aþenu við Pál postula á sínum tíma. Og prófessor Ðungal skrif- aði um þetta heila bók fyrir fáum árum — bók, sem Furtseva hefur vafalaust ekki lesið — en ekki ætla ég að ábrif liennar sjáist frekar en liögg á vatni liérlendis eða erlendis. Annars óska ég þess eins í þessum málum sem öðrum, að það rétta og sanna sigri. Og ef svo er, að árekstrar séu óumflýjanlegir, er aðeins gott til þess að vita, að báðir aðilar gangi opnum augum og af full- um skilningi út í baráttuna um líf og dauða — og upp á h'f og dauða. Og þó skyldi það stríð heyjast óblóðugt. Því ef nokkuö er víst er það það, að annað er tilgangslaust. Hugsjónir verða ckki kveðnar niður í fangabúðum né brennd- ar í gasklefum. Og andleg sannindi aldrei sprengd í loft upp með eldflaugum. Sem betur fer bafa þau síðasta orðið. Þurft fy rirtœki Fyrir um það bil sjö árum var stofnað til bókaútgáfu í Eng- landi, sem nefnist Worbl Cbristian Books (Kristnar heimsbók- menntir). Aðalframkvæmdastjórinn er Stephen Neill biskup, nokkurs konar umferðabiskuj) ensku kirkjunnar. Hefur þetta þróazt þann veg, að þegar bafa verið gefnar út bækur á ensku í a. m. k. 500,000 eintökum, auk þeirra, sem prentaðar eru á vegum útgáfunnar í Ameríku og í þýðingum á mörgum tungu- málum. Tilgangurinn er að veita kristnum mönnum um víða Veröld bægan aðgang að ódýrum alþýðlega skrifuðum bókum um kristni og kirkju. Einkum þó að bæta úr brýnni þörf þeirra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.