Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 26
KIRKJURITIÐ 264 J)jóð’a, sem nýtekið’ liafa kristni og skortir hraparlega fræðslu uin |>essi mál. Ollum er sú nauð'syn Ijós. En í landi sem voru, þar sem kristindómurinn er talinn gam- all og gróinn, á líka slíkt lestrarefni erindi til almennings. Hús- lestrarnir, sem lögðust til fulls nið’ur fyrir uin 30 árum, þegar útvarpið kom til sögunnar og ruddi Jieim úr vegi, liöfðu mikið’ gildi og ómetanleg áhrif, þrátt fyrir ýmsa vankanta eins og gengur. Síðan hefur það gerzl æ fátíðara að fólk, sem er mið- aldra eða yngra, lesi nokkuð að ráði um kristindómsmál, nema ]>á meira og minna kristilegar sögur, sem talsvert hafa verið í tízku. En eik, sem var öld að gróa, má fella á svipstundu, og túni, sem ræktað var í þúsund ár er liægur vandi að bylta í flag á einu dægri. Kirkjan cr akur, kristinn boðskapur útsæð'i, sem stöðugt verður að sá og lilúa að' með liverri kynslóð. Ég lield vér Islendingar gerum oss Jjetta ekki nógu Ijóst. Þú gætir, les- andi góður, auðsýnt skilning þinn á ])ví, með því t. d. að litvega einn kaupanda að Kirkjuritinu. Ef kaupendum ]>ess fjölgaði um helming væri unnt að bæta það á margan hátt og efla álirif þess. Þetta kostaði ])ig ekkert, en það gæti orðið kirkjunni þinni mikils virði. Og liag hennar, framgang og framkvæmdir berum vér öll fyrir brjóstinu eins og oss ber skylda til. Gunnar Arnason Sjálfsögun. Gleim Cunningham er iuaður nefndur. Hann var um skeið lieimsmeistari í niíluhlaupi. I æsku sinni lenti lianii í skólabruna og skaðbrenndist þá svo að talið var víst að lianii biði þess aldrei bætur. Læknarnir fullyrtu að liaiin yrði aldrei fær utn að ganga svo lieitið gæti. Að minnsta kosti þyrfti þá kraftaverk að koma til söguiinar. Þegar hann var á þessu flæðiskeri staddur, fór hann að freista þess að' ganga á eftir plógnum á akrinum með þeim bætti að styðjast sem liezt við hann. Síðan gerði hann endalausar til- raunir í þá átt að vita hvað sér gæli tekist með fólunum. Og árungurinn vurð sá, sem fyrr segir. — H. E. Fordick,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.