Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 28
266 KIRKJURITIÐ kváðu að ræna litlu, meiinsku barni. Móðirin þurfti að víkja sér frá því litla stund, en lét tvæveturt barn sitja lijá livítvoð- ungnum. Af móðurlegu innsæi þótti benni vissara að trygfíji1 iiryggi þess betur. Hún gerði því krossmark á vögguna, sem barnið livíldi í og annað krossmark yfir því. Þegar álfkonurnar komu að vöggunni, þólti þeim ekki á- rennilegt að stela barninu og sungu: Ekki má, því mein er á: Kross er undir og ofan á, en tvævetlingur situr bjá og segir frá. Þetta varð barninu til bjargar, segir þjóðsagan. Það eru oft ótrúlega mikil sannindi og lífsspeki í þjóðsög- unum gömlu. Það skyldi þó aldrei vera, að við, nútímamenn- irnir, værum farnir að gleyma krossinum og liinum verndandi krafti hans — þessu máttuga tákni kristninnar? Gelur það ver- ið, að nokkurt sambanil sé á milli liinnar vaxandi afbrota- lineigðar barna og unglinga út um allan heim og minnkandi álirifa krossins, eða með öðrum orðum: minnkandi álirifa kristninnar í uppeldinu frá fyrstu bernsku? Skyldi bið eld- forna lögmál Móse og Fjallræða Jesú vera að liverfa í skugga teiknimyndahefta af erlendum uppruna og annarra slíkra ó- l)urða prentlistarinnar? Yonandi ekki. En annars er þetta mikið íliugunarefni bæði ungra og gam- alla — ekki sízt foreldranna.----Eru áhrif kristninnar í upp- eldinu stöðugt að verða minni og minni? Þetta er eitt hið mik- ilvægasta umbugsunarefni, sem ég get lagt fyrir ykkur nú á 90 ára afmæli skólans. — Þið eigið allt undir þeim álirifum, sem liafa verið að móta ykkur og munu gera á næstu árum. Það munu margir verða til að bjóöa ykkur leiðsögn sína, sumir af góðum og einlægum liug, og þá keniur vandinn að velja ag hafna. Stjórnmálaflokkarnir munu gera það. Það er ekkert ljótt að bugsa um stjórnmál og reyna að gera sér grein fyrir eðli þeirra. En flýtið ykkur ekki inn í flokkana og varist að láta teyma ykkur á þeim viðsjálu vegum. Oteljandi félög munu sækjast eftir ykkur. Það getur verið gott og þroskandi að þjálfa sig í félagsstörfum, þó ekki of mörgum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.