Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ 267 Skemmtistaðimir munu sækjast eflir ykkur. Það er ekkerl alliugavert við það að skemmta sér í liófi og á siðmenntaðan liátt, þótt Jiað sé orðið erfitt nú á ímum. En það sannast hér, seiu postulinn sagði: ,JÉg má ekki láta nokkurn lilut fá vahl yfir mér.“ Og munið að tilgangur skemmtistaðanna er nálega sá einn, að ná í peningana vkkar. — En ekkert af þessu getur orðið gmndvöllur til að byggja framtíð sína á. En hvað segið þið um kirkjuna? Hún hýður ykkur einnig leiðsögn sína. Hverju ætlið þið að svara lienni? Ætlið þið að ganga fram hjá henni eða koma inn og vita livað hún hefur að hjóða? Hún býður ekki upp á neina skemmtun, en liún nýður ykkur annað varanlegra. Hún býður ykkur leiðsögn í anda Krists, og ég held, að allur skólalærdómur, yfirleitt alll uppeldi, hvíli ekki á sterkum grundvelli, ef þetta er ekki byggl á kristinni trú, sem mótar lífið. Kristin æska brýtur ekki lög og frcniur ekki afhrot. Ef hún gerir það, er hún ekki kristin. Þegar ég er að hugsa um þetta, dettur mér í hug atburður, sem gerðist suður í Frakklandi fyrir 50—60 árum. Frakkar höfðu þá fyrir nokkrum árum þurrkað kristindómskennslu hurt úr skólum sínuni. Og nú skulum við virða fyrir okkur ung- hngspilt, sem stendur framnii fyrir dómurum sínuni í réttar- salnum, en liann er ákærður fyrir mjög alvarlegt afhrot. Hann gat ekki annað gert en játa afhrot sitt, en þegar verjandi lians tók til máls sagði hann: „Herrar mínir! Ég get ekkert gert fyrir þennan dreng. Hann hefur játað afhrot sitt. En samt ætla ég að segja nokkur orð. Eg sé hér fyrir framan mig í réttarsalnum mynd af frelsaran- "m. Hún hangir hér í viðhafnarsal yðar, þar sem þér kveðið uPp dóma vfir afbrotamönnum, en hví lieyrisl ekkert um liann ' skólunum yðar, sem þér sendið hörn yðar í? —- Hvers vegna her unglingurinn fyrst að sjá hann hér, þegar liann er orðinn sékur við landslög? Ef h ann liefði fengið að sjá hann og lieyra eitthvað um hann, meðan liann sat á skólabekk, gat verið að við hefðum losnað við að sjá liann hér á hekk afbrotamanna.--- lJað eruð því þér, sem ég ákæri. — Þér. sem breiðið út vantrú °g nninaðarsýki meðal fólksins og látið yður svo furða á því að "ngir menn skuli leiðast til afhrota.--Dæmið þér piltinn. ■^ér hafið rétt til þess. En ég ákæri yður--það er skylda mín.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.