Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.06.1961, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 277 og inn í hana lilýtur liver að komast, sem miskunnar nýtur (17,18). Hvítt klæði, sem lagt er á herðar Jesú, honum til háð- uagar, merkir (lýrðarskrúða, sem Guðs réttlæti skenkir mann- inum (21,9). Purpuraklæðið hefir sömu merkingu (24,3), en þyrnikórónan táknar dýrðarkórónu, (25,11) sem Guð gefur manninuni „hér og á himnum bæði“ (24,7). Útganga Jesú úr nöll Pílatusar minnir síðan á útgöngu mannsins úr heiminum (25.10) . Steinhlaðið Gabbatha merkir hið háa steinstræti heimsins (27,4,14). Barrabas er Adam, maðurinn sem brýtur af sér, er lilýtur fangelsi og síðan frelsi (29,3). Hinar þrennslags tungur, sem sakargiftin er skráð á, þýða það, að hver þjóðtunga jarðar skal heiðra Jesúm (35,8). Útréttir armar Krists tákna niiskunn lians (33,8), en jafnframt breiðir barnið faðm mót föður sínum (34,2). Kyrtillinn, sem skift er í fjóra liluta merk- tvennt. 1 fyrsta lagi kristnina, sem dreifir sér um fjórar álf- ur heims, og í öðru lagi líknarorð lausnarans, sem skynsemd °g skilningur mannanna skiftir í marga parta. (36,4). María Jnerkir einnig kristnina, sem kannar angur og sorg undir krossi Úrists (37,6). Fortjald musterisins, sem rifnar við krossfest- Uigu Jesú, táknar það, að kennivald Gyðinga er af tekið (46, —7). Ennfremur, að allir liafa frelsi til að ganga inn í kristn- Jnnar helgidóm. Vatn og blóð úr síðusári Krists merkir skírn- nia (48,7). Og loks er bin útliöggna steinþró ímynd manns- l'jartans, sem beilagur andi verkar á, líndúkurinn er trúin, ihnsmyrzlin iðranin. I notkun allra þessara líkinga stendur séra Hallgrímur á grunni fornkirkjulegra erfða. Sumar tekur liann beint úr þeim ntuin sem vitað er, að hann hafi haft til hliðsjónar, er hann samdi sálmana. Aðrar eru sennilega sprottnar beint úr huga hans sjálfs, en sýna þó, að þessi aðferö liefir verið runnin hon- um sjálfum í merg og bein. All-mörg dæmi úr Passíusálmunum sýna einnig, að honum liefur verið tamt að líta á atburði liins Gamla-testamentis sem fyrirmyndanir (tvpur) þess, sem gerist í hiuu nýja. I aldingarðinum Eden fremur Adam brot sitt, en í Getsem- anegarðinum blýtur Jesús að bæta fyrir brot lians. Adam frernur blóðskidd, en af blóði Jesú fær jörðin aftur blessun. (3.10) . Adam stóð nakinn við tréð í Eden, en Jesús er nakinn Jtegldur á krosstréð (33, 6—7). Samvizkan slær Adam, svo að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.