Kirkjuritið - 01.06.1961, Page 50

Kirkjuritið - 01.06.1961, Page 50
288 f Kl RKJURITIÐ Innlendar fréttir V._______________________________ J Frú Ingveldur Einarsdóttir, prófastsekkja frá Svalbarði, andaðist 23. maí. Hún var háöldruð. lijó síðast með manni sínum, séra Páli H. Jónssyni, á Raufarhöfn — merk kona oj; vinsæl. Séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulsholti var eini umsækjandinn um Vesl- mannaeyjar, oj; er hann nú skipaður prestur ])ar. Séra Rögnvaldur Finnbogason Iiefur verið settur prestur á Valþjófsstað. Þrir litku guðfrœöipróji í vor: Einar Ólafsson, Hreinn Kjartansson o? Sigurpáll Óskarsson. Verða vonandi prestar. Brauðin híða þeirra. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup liafði í vor verið prófdómari við guð- fræðipróf í hálfa öld samfleytt. Er það einsdæmi í sögu háskólans. Af því tilefni færði rektor háskólans, Ármann Snævur, honuni gjöf frá liáskól- anum. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt ekki alls fyrir löngu umræðufund um spiritismann. Frummælendur voru séra Jón Auðuns dómprófastur og Páll Kolka fyrrv. héraðslæknir. Fundarmenn voru margir, en umræður litlar. Enginn mælti gegn trúnni á líf eftir dauðann. Höföingleg gjöf. — Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur gefið Kópavogskirkju andvirði enskrar hifreiðar tilhúinnar til útflutnings þar í lamli. Er þetta lang stærsta gjöfin, sem kirkjunni liefur enn horizt, ])ó margir hafi sýnt rausn sína í hennar garð. Til dæmis gaf frú Sonja Helgason kr. 10.000 í fyrra sumar til minningar uin mann sinn, Axel Helga- son. KIRK JURITIÐ Tímarit gefið út af Prestafélagi íslands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 70 krónur. Afgreiðslu annast Ingólfur Þorvaldsson. Sími 36894, Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.