Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Side 25

Kirkjuritið - 01.07.1961, Side 25
KIRKJURITIÐ 311 orðið þar fyrir þeim áhrifum, sem geri liana færari til þess, ef til kemur, að ala upp biirn sín. Og livað er mikilvægara en það? Annars langar mig til að víkja að því, livað valdi þeirri tregu kirkjusóku, sem livarvetna er kvartað um, og ekki aðeins hér á Islandi. Ég liefi þegar nefnt eina ástæðuna. Kirkjan er eitt af þessu gamla, er ég talaði um áðan, sem ýmsir þykjast óvissir um, að eigi lengur rétt á sér. Hér hafa efnisliyggja og skyn- semistrú unnið sitt. Með margvíslegum og stórkostlegum sigr- um vísindanna og mannlegrar hugsunar liefir sú skoðun mjög fest rætur, að allra sanninda sé að leita í lögmálum efnis- heimsins með aðstoð mannlegrar rökvísi. Trúarbrögðin séu aðeins liégiljur horfinna tíma. Brautryðjandi nútíma-rök- hyggju eða rationalismans er talinn Descartes (d. 1650) hinn franski. Frumsetning hans, „Cogito, ergo sum“, ég lnigsa, j)ess vegna er ég, leiddi mannlega hugsun til öndvegis. En það er á 18. öld, öld fræðslufrömuðanna og fræðslustefnunnar, að skynsemistrúin steiulur í mestum hlóma og nær hámarki í stjórnarbyltingunni frönsku, þegar Robespierre lætur reisa sk ynseminni altari í sjálfri Notre-Dame-kirkjunni í París, jafnframt J)ví sem liann liamast við að láta hálshöggva laiula sína og fyrri félaga í nafni liinnar sömu skynsemi. Til varn- aða r er gott að' minnast jiess, að svo ósynsöm getur skynsemin orðið, ]>egar hún blindast af sinni eigin dýrð og mætti. En l>rátt fyrir slík gönuskeið hefir mannleg hugsun unnið ótrú- lega sigra, ekki sízt eftir að liún tók að styðjast við raunvís- mdi nútímans, og |)að eru Jjessir sigrar, sem enn gefa Jæirri trú hyr í seglin, að mannlegum anda muni með tíð' og tíma fært að ráða allar gátur. Slík trú mun ekki sízt hafa verið al- uienn hjá vísindamönnunum sjálfum fram yfir síðustu alda- mót. Það var hún, sem meðal annars studdi að því að skapa hjartsýni þeirra tíma. Vísindin áttu að leysa allan vanda. Og uú hefir þessi trú náð til fjöldans, til almennings, J)ar sem hún veldur gjarna sjálfsbirgingslegri skynsemidýrkun lijá lnilf- inenntuðu fólki. Hins vegar skilst mér, að sumir liinna fremstu vísindamanna séu nú óvissari í sinni sök en áður. Hver ný lausn og ný sannindi virðast alltaf færa nýjan vanda, jafnvel oun víðtækari liinum fyrri. Því dýpra sem skyggnzt er í eðli sjálfs efnisins, J)ví ó-efniskenndara liefir J)að orðið, því nær

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.