Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 27

Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 27
KIRKJURITIÐ 313 sóknina nú um sinn, eifji eftir að ganga í lið með lienni. Þeim nmn áreiðanlega fara fjölgandi í framtíðinni, sem ekki þrá annað fremur en eiga einlivers staðar friðland, J)ar seni liávaði og skarkali heimsins nær ekki til. Og hvar ætti það fremur að finnast en einmitt í kirkju? Dularfull og mjúk þögn kirkj- unnar er eins og smvrsl í hina óróa-ýfðu sál nútímamannsins. Og enn er það eitt, sem nokkru kann að ráða um minnkandi kirkjusókn. Vér vitum, að í liinum siðmenntuðustu löndum, sem vér Islendingar erum þeir gæfumenn að teljast til, er nú mjög að því unnið að efla margvísleg efnisleg þægindi og tryggja öryggi manna gegn livers konar vá og vanda. Slíkt teljum vér sjálfsagt, og þeir fyrirfinnast nú vart lengur, sem streitast gegn [jeirri þróun, þó að jafnan sé gott að muna, að of mikið má að öllu gera, því jafnvel h'ka, sem gott er í sjálfu sér. En einmitt þessi öryggiskennd, sem vér reynum að skapa, á sennilega sinn þátt í því að draga úr trúarþörfinni og uin leið kirkjusókninni. Það er alkunna, að á hættutímum, eins og t. d. í stvrjöldum, og á erfiðum stundum, vaknar oft hlund- andi trúarþrá þeirra, sem liyggja sig jafnvel enga eiga. Þegar allt er tryggt, revnir ekki á, livað inni fvrir kann að leynast. Eg gæti jafnvel trúað, að á því stigi, sem menning vor er nú á, sé trúarþörfin einna minnst. Á meðan menn einbeita orku sinni að því, eins og nú er, að skapa öryggið, fullnægir ]>að að miklu þörf sálarinnar, og það því fremur sem örvggiskennd- in er enn ekki orðin svo rótgróin né traust, að liún ali af sér þann tómleika og leiða, sem liætta er á, að henni kunni að fylgja, þegar frá líður. Þegar svo er komið, má vera, að vér reynum það, sem ég hevrði nýlega upp lesið í áhrifamiklu norsku kvæði, að ..livet er ikke hare mat, hus og penger“. Og þá þurfum vér eilthvað meira. Ég hefi nú talið nokkrar ástæður, sem stuðlað hafa að því að draga úr kirkjusókn og torvelda siöbótastarf kirkjunnar. Eg liefi nefnt efnislivggju og skynsemisdýrkun, félags- og skennntanalíf og þægindi og öryggi nútímans. Mér þykir ekki ólíklegt, að þessi þreföldu áhrif kunni nú að liafa náð há- niarki, að trúarlíf og kirkjusókn niuni aftur glæðast, jafnvel á öæstunni. Lífið virðist eilífur bylgjugangur. Hver lilutur virð- ist ala sína eigin andstæðu. Rannsóknir efnisvísindanna liafa leitl suma til dulhyggju. Ókyrrð skemmtanalífsins og of mik-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.