Kirkjuritið - 01.01.1962, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.01.1962, Qupperneq 28
22 Kl RKJURITIÐ Nú voru og í fyrsta skipti kosnir tveir leikmenn í liöfuðráðið. Og aldrei liafa kirkjudeildirnar utan Evrópu látið eins mikið til sín taka. Rómversk-kaþólska kirkjan átti þarna álieyrnarfulltrúa. Hún býður og öðrum kirkjudeildum að senda áheyrnarfulltrúa á kirkjuþingið, sem páfinn liefur boðað að kallað verði að lík- indum saman í lok þessa árs. Það liefur verið vandlega undir- búið árum saman. Prelátar og fjöldi annarra manna bafa verið kvaddir til ráða. Þar á meðal Jóliannes Gunnarsson, Hóla- biskup. Hefur liann sent frá sér ítarlega greinargerð. Ráðgert er að margt verði rætt bæði varðandi trú og helgisiði. Líklegt talið að móðurmálinu verði gert bærra undir böfði í kirkjunni en verið liefur. Nánar ákveðið um vald biskupa innan um- dæma sinna, en nú er gert. Það var eitt, sem ekki vannst tími til að ákvarða á kirkjuþinginu í Trient 1545, en síðan liefur ekkert allsherjar kirkjuþing setið á rökstólum. Talið er og að sum bönn verði úr gildi numin, sem nú gilda raunar aðeins að nafni. Og að sjálfsögðu margt rætt um viðborf kirkjunnar til nútímans. Ef til vill verða og öðrum kirkjudeildum boðnar sættir að einhverju levti. Vafalaust gætir ábrifa Asíu og Afríkumanna einnig allmikið á því þingi. Þótt í gamla daga sé talið að 2—3 páfar bafi verið upprunnir í Norður-Afríku og ef til vill einn í Asíu, liefur aldrei svartur maður setið á páfastóli og víst aðeins einn kardí- náli — nýlega skipaður — verið úr þeirra hópi. Nú verður að taka meira tillit til þeirra, sem og annarra kynstofna. Er það vel. Því að kristnin er bræðrafélag allra manna — hvernig, sem þeir eru á litinn og livar, sem þeir búa á hnettinum. Kirkj- unnar hlutverk er að skapa bræðralag manna um allan heim. Og sem betur fer miðar benni ögn í þá áttina. Vér skulum vera hljóð svo vér heyrum hverju Guð er að livísla. Emerson. Börnunuin stafar alltaf mesta hættan af fordæmum hinna fullorðnu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.