Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 12
58 KIRKJURITIÐ Þú hefur messaS í öllum kirkjunum? Já, viði messuðum í tveim kirkjum eða liéldum samkomur í skólum og samkomuluisum (bedeliuse) livern lielgidag. Bezt kunni ég við starfið í Holmedalssókn. Þar er falleg kirkja, góð- ur söngur og kirkjusókn allgóð. 1 þeirri sókn er Hrífudalur (Rivedal) þar sem talið er að Ingólfur Arnarson liafi átt heima. Þetta er fallegur dalur norðan Dalsfjarðar. Þar eru um 20 býli og nokkur tómtbús og búa þar 130—140 manns. Við vorum þar á tveimur samkomum í skólaliúsinu. Þær voru vel sóttar og fólkið liafði afarmikinn áliuga á að fræðast sem mest um ísland. Og það var hrifið af að lieyra um allar fram- farirnar, sem orðið liafa liér lieima, sérstaklega í sveitunum, síðustu áratugina. Og að vera nætursakir í Hrífudal var eins og að gista lijá góðum kunningjum á íslenzkum sveitabæ. HvaS viltu svo segja almennt um þcssa Noregsdvöl ykkar? Eins og ég bef þegar tekið fram féll okkur ágætlega við frændur okkar, Norðmenn. Þeir sýndu okkur yfirleitt mikla velvild og gestrisni og greiddu götu okkar á allan liátt. Af norskum embættisbræðrum sínum geta íslenzkir prestar margt lært. Norskir prestar leggja yfirleitt mikla alúð við starf sitt, t. d. barnaspurningar og rækja það af skyldurækni, og þrátt fyrir litla kirkjusókn, leggja þeir mikla álierzlu á að láta það ekki bregðast að messa livern helgan dag, nema í sumarfríinu, sem er oftast kringum einn mánuð. Og mér finnst þeir vera vel að því komnir. Það er áreiðanlega mikilsvert fyrir íslenzka presta að fá tækifæri til utanferða og þeir ættu að skapa sér þau tækifæri oftar en þeir gera nú, t. d. með prestaskiptum við embættis- bræður sína á liinum Norðurlöndunum. Gæti Prestafélag Is- lands ekki liaft forgöngu um það? íslenzkum prestum er það andleg lífsnauðsvn að brjótast á einhvern bátt út úr þeirri andlegu einangrun og fásinni, sem ríkir kringum þá víðast livar liér á landi og verður ennþá tilfinnanlegri fyrir þá sök, að flestir eru þeir í sama brauði alla sína embættistíð. Hvað er sá kærleikur, seni krefst alls á nióts við þann kærleika, sem allt getur uniborið? — I. O. Valerius. Láttu það ekki hryggja þig, að mennirnir skuli ekki þekkja þig, en harmaðu hitt, að þú skulir ekki þekkja þá. — Konfulse.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.