Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.02.1962, Blaðsíða 33
Sigurbjörn Einarsson: „Ver hjá mér, Drottinn..." ITIÉR þótti vænt um að sjá í síðasta Kirkjuriti þýðingu Ein- ars M. Jónssonar á sálmi Lytes, „Abide with me". Þýðingin er góð, eins og vænta mátti. Eins og kunnugt er hefur sálma- bók vor frá 1945 sálminn í tveimur íslenzkum gerðum og er bvorug gerðin þýðing. Hinn vinsæli og ágæti sálmur Stefáns Thorarensens, „Vertu bjá mér, balla tekur degi", fylgir hvorki urn hátt né versafjölda fyrirmyndinni, en þræðir efni hennar allnáið. Sálmur Matthíasar „Ver bjá mér, herra", er tilþrifa- mikill og stórbrotinn, en sé hann ekki frumkveðinn, er fyrir- mynd hans ömiur en sálmur Lytes. Aftur á móti hefur sr. Friðrik Friðriksson þýtt sálminn og er sú þýðing nákvæm. Aðrar þýðingar kunna að bafa birzt, þótt ég muni ekki eftir því í svipinn. Henry Francis Lyte var skozkur að ætt, gegndi prestsþjón- ustu á ýmsum stöðum, síðustu ár sín í litlu þorpi, Brixbam, a Englandi, þar sem hann fórnaði kröftum sínum fyrir fiski- nienn staðarins. Einn dag tjáði læknir honum, að heilsa bans vasri þrotin og yrði hann að leita sér livíldar og hressingar, ef honum ætti að verða lengra lífs auðið. Að kvöldi þess sunnu- dags, er hann bafði kvatt söfnuð sinn, gekk hann til skrif- stofu sinnar og orti sálminn og fékk ættingja sínum bandritið. Daginn eftir hélt hann til Frakklands til þess að leita sér heilsubótar, en andaðist skömmu síðar, 20. nóv. 1847. Sálmurinn var fljótt tekimi í söngbækur, en varð ekki sung- inn, því að lag vantaði. Það var ekki fyrr en alllöngu síðar, að William Henry Monk, sem þá var að vinna í nefnd að end- urskoðun sálmabókar, uppgötvaði sálminn og samdi á stund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.