Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Page 33

Kirkjuritið - 01.02.1962, Page 33
Sigurbjörn Einarsson: „Ver hjá mér, Drottinn... .“ ÍVIÉR þótti vænt um að sjá í síðasta Kirkjuriti þýðingu Ein- ars M. Jónssonar á sálmi Lytes, „Abide witli me“. Þýðingin er góð, eins og vænta mátti. Eins og kunnugt er liefur sálma- bók vor frá 1945 sálminn í tveimur íslenzkum gerðum og er livorug gerðin þýðing. Hinn vinsæli og ágæti sálmur Stefáns kborarensens, „Vertu bjá mér, halla tekur (legi“, fylgir bvorki um liátt né versafjölda fyrirmyndinni, en þræðir efni hennar allnáið. Sálmur Mattbíasar „Ver bjá mér, lierra“, er tilþrifa- mikill og stórbrotinn, en sé liann ekki frumkveðinn, er fyrir- ntynd lians önnur en sálinur Lvtes. Aftur á móti befur sr. Friðrik Friðriksson þýtt sálminn og er sú þýðing nákvæm. Aðrar þýðingar kunna að liafa birzt, þótt ég muni ekki eftir ]>ví í svipinn. Henry Francis Lvte var skozkur að ætt, gegndi prestsþjón- ustu á ýmsum stöðum, síðustu ár sín í litlu þorpi, Brixliam, á Englandi, þar sem liann fórnaði kröftum sínum fyrir fiski- menn staðarins. Einn dae tjáði læknir honum, að lieilsa lians væri þrotin og vrði liann að leita sér bvíldar og liressingar, ef honum ætti að verða lengra lífs auðið. Að kvöldi þess sunnu- dags, er hann hafði kvatt söfnuð sinn, gekk hann til skrif- stofu sinnar og orti sálminn og fékk ættingja sínum bandritið. Daginn eftir bélt hann til Frakklands til þess að leita sér beilsubótar, en andaðist skömmu síðar, 20. nóv. 1847. Sálmurinn var fljótt tekiim í söngbækur, en varð ekki sung- inn, því að lag vantaði. Það var ekki fyrr en alllöngu síðar, að William Henry Monk, sem þá var að vinna í nefnd að end- urskoðun sálmabókar, uppgötvaði sálminn og samdi á stund-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.