Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 3

Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 3
Hvítasimnuboðskapur jorseta AlkirkjuráSsins 1962 Samjélag heilags anda I kirkjum um allan heim verða þessi orð flutt á hvítasunn- unni sem kveðja eða hlessun: „Náðin Drottins Jesú Krists, kær- leiki Guðs og samfélag heilags anda, sé með oss öllum“. ( 2. Kor. 13, 14). Þessi árnan Páls er svo gagnkunnug öllum kristnum mönnum, að liætta er á að merking hennar hafi sljófgast og vér hlustum aðeins á hana sem viðurkvæmileg niðurlagsorð. En oss langar til að þér á þessari hvítasunnu vilduð gefa yður tíma til að kafa ögn dýpra í auðlegðardjúp þessa orðtækis: „sam- félag heilags anda“ með núverandi heimsástand fyrir augum. Eftirfarandi yfirlýsing var gefin í boðskap þriðja Alkirkju- þingsins, sem haldið var í Nýju-Dehli: „Vér þökkum Guði að vér fögnum hér sem fyrr reynslu samfélagsins“. Og ennfrem- ur: „Sakir þessa samfélags er oss auðið að ræða og starfa frjáls- lega innbyrðis, þar sem vér erum allir liluttakendur þess ásamt Kristi“. Og nú misseri síðar er oss enn skylt að þakka staðreynd þessa samfélags. Það er ekkert lítilsvert að oss skuli hafa tek- izt að uppgötva þvílíka samstillingu og raun ber vitni varð- andi einingu, boðskap og þjónustu kirkjunnar í jafn marg- klofnum heimi og vér lifum í. Þannig höfum vér séð það með eigin augum á þessum vettvangi, að heilagur andi er þess eins niegnugur að skapa samfélag manna af mismunandi þjóðum og ólíkum tungum nú á dögum, eins og á liinni fyrstu hvíta- sunnu í Jerúsalem forðum daga. „Að tilhlutun Drottins er þetta orðið, það er dásamlegt í augum vorum“. Þetta kemur þó allt að engu haldi nema samfélag heilags unda endurspeglist í óteljandi sóknum og söfnuðum og á þeim 10

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.