Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 4

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 4
146 KIRKJURITIÐ stöSum, þar sem menn og konur vinna að daglegum störfum. Enda vitum vér að reynslan er sú að þetta samfélag verður oft áþreifanlegast innan fámennra hópa. En þá kunna menn að spyrja, hvernig liið guðlega samfélag verði þekkt eða að- greint frá venjulegum mannlegum félagsskap. Vér bendum yður á þrjú kennitákn (ein af mörgum), sem gerir samfélag heilags anda jafnan auðþekkt, þótt það kunni að vera með mjög ólíku formi og svipmóti í liinum og þessum löndum og kirkjudeildum. Meginás þess er orðið og sakramenntið og vissa þess að Jesús Kristur er mitt á meðal vor. Þetta samfélag er ekki uppáfinning manna, heldur gefst það, þegar vér erum allir einliuga á sama stað. Engu samfélagi tekst eins að sameina frelsi einstaklingsins og einingu heildarinnar. Vér eyðum miklum tíma í að rökræða möguleika „einingarinnar án einræmis“, en samfélag lieil- ags anda birtist sem geislandi endurskin guðdómleika liinna „andlegu náðargjafa“. Og sem samfélag kærleikans leitast það stöðugt við að laða aðra til sín. Heilagur andi getur aldrei ríkt með sjálfsánægju innan einhvers lokaðs félagsskapar, en aðeins í samfélagi, sem sækir út á við í anda umburðarlyndis og þjónustusemi. Þessi er hugsjón þess samfélags, sem hvítasunnan hýðst til að gefa heiminum. Þetta samfélag viljum vér og varðveita bæði innan Alkirkjuráðsins og alira þeirra kirkna, sem eru með- limir þess. Þannig að „hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með lionum, eða einn limur er í liávegum hafð- ur, samgleðjast allir limirnir með lionum“. (1. Kor. 12, 26). Vér hvetjum yður til að biðja fyrir þessu samfélagi, gera það sýnilegt í yðar eigin umhverfi sakir öflugs verknaðar hins eina Anda, og votta hjálpsemi þess til handa nauðstöddum heimi. Jakovos, erkibiskup. Francis Ibiam. Erkibiskupinn í Kantaraborg. Darid G. Moscs, rektor. Dr. Martin Niemiiller. Charles C. Parlin. J. H. Oldham, heiíiursforseti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.