Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 7
KIRKJURITie 149 Því rif ja ég þetta upp, hlustendur góðir, að ofdrykkja og eit- urnautn eru einnig orðin þjóðfélagsleg vandamál á okkar landi. Ég vil leggja á það áherzlu, að þeir, sem í slíkar raunir rata, eru sjúklingar, engu síður en þótt þeir hefðu holdsveiki eða berklaveiki. Sjúkdómur þeirra á sér að vísu geðrænar orsakir, er andlegt mein, sprottið af skapgerðarveilum, sem annað hvort eru meðfæddar eða eiga upptök í aðbúð æskuár- anna, m. a. í þeirri heimskulegu uppeldisaðferð að venja börn in ekki við heilbrigðan aga, sem gefur þeim fótfestu og gerir þeim síðan meir hægara um að þroska með sér þann sjálfsaga, sem er nauðsynlegur í mannraunum fullorðinsáranna. Það er gleðilegt að ríkisstjórnin mun nú vera að gera ráð- stafanir til að rannsaka þetta vandamál, sem er fyrst og fremst heilbrigðismál, og hlýtur því framkvæmd þeirra ráða, sem tekin verða, að falla inn í verkahring heilbrigðisstjórnarinn- ar, en hún að sjálfsögðu að njóta aðstoðar heimila, skóla, kirkju og þeirra félagssamtaka, sem hafa tekið áfengis- og eitur- bol til meðferðar. íslendingum hefur tekizt að útrýma holds- veikinni og draga stórlega úr berklaveiki og kynsjúkdómum og höfum við því allmikla reynslu í meðferð heilbrigðislegra vandamála. Byrjunin þar var sú, að skrásettir voru og sett- ir undir eftirlit allir slíkir sjúklingar, en sjálfræði þeirra síð- an heft, og þeir settir á spítala, ef með þurfti, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt. Eins þarf að fara hér að, skrásetja alla þá, sem vandræði valda á almannafæri eða heimahúsum vegna drykkjuskapar, og setja þá síðan á spítala eða heilsuhæli, ef um svo endurtekið misferli er að ræða, að ekki sé bersýni- lega um að kenna einstakri hrösun í þessu efni, heldur sjúk- legri drykkjuhneigð. Að sjálfsögðu yrði það að varða refs- mgu að selja slíkum mönnum áfengi og gæti komið til mála að taka upp fyrirkomulag, sem tíðkað er í nokkrum löndum, en það er að binda áfengisútlát úr einkasölu ríkisins því skil- yrði, að menn hafi afengisbók, sem sýni, að þeir hafi ekki 'ramið endurtekin ölvunarbrot. Þá þarf og sérstaka sjúkra- deild, þar sem hægt er að taka á móti ölvuðum mönnum og veita þeim bráðabirgðarhjálp, en einnig hæli til að taka þá til varanlegri lækningar og hefur nú þegar verið unnið nokk- uð í þá átt með hæli Bláa bandsins og hæli í Gunnarsholti. Sjálfsagt verður nauðsynlegt að hafa sérstakan yfirlækni til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.