Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 7

Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 7
KIRKJURITIÐ 149 Því rifja ég þetta upp, hlustendur góðir, að ofdrykkja og eit- urnautn eru einnig orðin þjóðfélagsleg vandamál á okkar landi. Ég vil leggja á það álierzlu, að þeir, sem í slíkar raunir rata, eru sjúklingar, engu síður en þótt þeir hefðu holdsveiki eða berklaveiki. Sjúkdómur þeirra á sér að vísu geðrænar orsakir, er andlegt mein, sprottið af skapgerðarveilum, sem annað hvort eru meðfæddar eða eiga upptök í aðbúð æskuár- anna, m. a. í þeirri heimskulegu uppeldisaðferð að venja börn in ekki við lieilbrigðan aga, sem gefur þeim fótfestu og gerir þeim síðan meir hægara um að þroska með sér þann sjálfsaga, sem er nauðsynlegur í mannraunum fullorðinsáranna. Það er gleðilegt að ríkisstjórnin mun nú vera að gera ráð- stafanir til að rannsaka þetta vandamál, sein er fyrst og fremst heilbrigðismál, og hlýtur því framkvæmd þeirra ráða, sem tekin verða, að falla inn í verkahring heilbrigðisstjórnarinn- ar, en liún að sjálfsögðu að njóta aðstoðar heimila, skóla, kirkju og þeirra félagssamtaka, sem hafa tekið áfengis- og eitur- böl til meðferðar. Islendingum hefur tekizt að útrýma liolds- veikinni og draga stórlega úr herklaveiki og kynsjúkdómum og liöfum við því allmikla reynslu í meðferð heilbrigðislegra vandamála. Byrjunin þar var sú, að skrásettir voru og sett- ir undir eftirlit allir slíkir sjúklingar, en sjálfræði þeirra síð- an heft, og þeir settir á spítala, ef með þurfti, livort sem þeim var það ljúft eða leilt. Eins þarf að fara hér að, skrásetja alla þá, sem vandræði valda á almannafæri eða heimahúsum vegna drykkjuskapar, og setja þá síðan á spítala eða heilsuhæli, ef um svo endurtekið misferli er að ræða, að ekki sé bersýni- lega um að kenna einstakri hrösun í þessu efni, lieldur sjúk- legri drykkjuhneigð. Að sjálfsögðu yrði það að varða refs- mgu að selja slíkum mönnum áfengi og gæti komið til mála að taka upp fyrirkomulag, sem tíðkað er í nokkrum löndum, en það er að hinda áfengisútlát úr einkasölu ríkisins því skil- yrði, að menn hafi áfengisbók, sem sýni, að þeir liafi ekki framið endurtekin ölvunarbrot. Þá þarf og sérstaka sjúkra- deild, þar sem hægt er að taka á móti ölvuðum mönnum og veita þeim bráðabirgðarhjálp, en einnig liæli til að taka þá til varanlegri lækningar og hefur nú þegar verið unnið nokk- uð í þá átt með hæli Bláa bandsins og liæli í Gunnarsholti. ^jálfsagt verður nauðsynlegt að hafa sérstakan yfirlækni til

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.