Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 9
KIRKJURITIB 151 að héraðslæknisstarf er að mörgu leyti skemmtilegra og virðu- Iegra en starf miðlungslækna í stórbæjum, jafnvel þótt upp á það sé dubbað með sérfræðingsnafnbót. Oldum saman voru prestarnir nær einu menntamennirnir í sveitum landsins, margir voru þar sannkallaðir menningar- frömuðir og sumir þeirra voru höfðingjar á bændavísu og bú- skörungar, enda prestsetrin oft góðjarðir. Ef presti er ætlað að stunda búskap og hafa uppeldi sitt að einhverju leyti af honum, þá verður að gera honum það mögulegt og veita honum einhver skilyrði til að halda uppi virðingu sinni sem búmaður, ef hann er annars til þess hæfur. Flestir guðfræði- kandidatar eru fátækir menn, en nú á tímum er ekki hægt að stunda búskap og hafa uppeldi sitt að einhverju leyti af verið sýndur sá naglaskapur að neita þeim um að sitja við sama borð og aðrir bændur með lansmöguleika úr búnaðar- sjóðum, en í þess stað ætlað að híma sem betlarar á biðstof- um stjórnarráðsins, ef þeir hafa þurft að fá einhverjar endur- bætur á bújörðum sínum. Síðan hefur þeim verið brugðið um að vera búskussar, ef þeir fyrir fátæktar sakir hafa ekki getað setið ábúðarjörð sína sem skörungar. Þá hefur það verið eitt af áhugamálum þeirra, sem þykjast bera hag og sóma sveitanna sérstaklega fyrir brjósti, að rýra prestsetrin sem mest, skipta þeim niður í kotbýli eða jafnvel selja þau fyrir smánarverð, ef einhver gæðingur hefur haft á þeim ágirnd og hann þótt launaverður. Ef ekki á að flæma presta úr sveitum landsins og hola þeim niður á mölina í næsta þorpi, þá verður að halda uppi veg prestssetranna og sóma sveitaprestanna með því að leggja ábúð- arjörðum þeirra nægilegt fylgifé að sínu leyti eins og lækn- ishéruðunum, í áhöldum og öðru, svo að þeir geti rekið bú- skap í það stórum stíl, að hann þoli greiðslu til vinnuhjúa, en presturinn neyðist ekki til að meta þarfir kvikfénaðar síns nieira en embætti sitt og skyldur þess gagnvart sóknarbörn- unum. Hverjar eru þá skyldur prestsins gagnvart sóknarbörnum smum? Inna af höndum ýmsa prestþjónustu eftir pöntun, niunu margir svara, svo sem skírn, fermingu, hjónavígslu og flutning líkræðu, en auk þess að syngja tíðir á helgum dög- um, þegar svo mörgum þóknast að koma til kirkju, að mes8U-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.