Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 13

Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 13
KIRKJURITIÐ 155 an sein slík hefur engin samtök til að' vinna gegn því böli, enila þótt K.F.U.M. liafi fyrir upprunalega forgöngu síra Friðriks Friðrikssonar unnið ómetanlegt starf til lieilsuverndar í þessu tilliti, bæjarfélagið sjálft a síðari árum baldið uppi tóm- stundaheimilum og ríkið launi nú einn æskulýðsprest, en starf hans styrkir Kirkjuráð þjóðkirkjunnar að vísu af því fé, sem það hefur til umráða. Sainkvæmt lögum er bér í Reykjavík svokallað safnaðarráð, skipað prestum, safnaðar- fulltrúum og sóknarnefndarformönnum, en það virðist ekki bafa látið liin þjóðfélagslegu vandamál sig miklu skipta eða gert mikið til að skipuleggja samstarf milli safnaðanna í þeim efnum né öðrum. Sumum kann að finnast það koma úr liarðri átt, að maður, sem á sæti í Kirkjuráði, skuli koma með þessar aðfinnslur við starf þjóðkirkjunnar, en sá er vinur, sem til vamms segir. Um verulega breytingu til bóta er varla að ræða, nema starfs- kraftar kirkjunnar, verði auknir og prestum fjölgað bér eins og lög standa til. Ég tel það lítt sæmandi að menn, sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkju eða safnaðar, standi á móti því, að landslögum um það sé fvlgt. Be ggja megin aldamótanna síðustu liélt Stúdentafélag Reykjavíkur uppi fyrirlestrahaldi til alþýðufræðslu, ekki hvað sízt um beilsuvarnir, og vann með því ótvírætt gagn. Nú UPP á síðkastið liefur Tannlæknafélag íslands gert ýmislegt til að fræða almenning um varnir gegn tannskeinmdum barna °g á miklar þakkir skilið fyrir. Hér er Jíka til Geðverndar- félag, sem hlýtur allt of lítinn stuðning, en þar kemur eink- um til greina samvinna lækna, presta, sálfræðinga og kennara. Mikill hluti sjúkdóma stafar af geðrænum orsökum að meira eða minna leyti og á því sviði er ef til vill stærsta framtíðar- verkefni heilbrigðisstjórnar og kirkjustjórnar. Áheyrendur góðir: Nú er að kveðja vetur, sem ýmsum hefur verið með erfiðara uióti. Ég fagna vori, þótt ég bafi ekki notað þessa misseris- skiptahugleiðingu til að hjala um lóukvak og blómailm, lield- ur til að tala um alvörumál, sem bíða úrlausnar. Á sumrin vex allur gróður, líka illgresið, ef það er látið afskiptalaust. Gleðilegt sumar yður öllum, sem mál mitt heyrið. GlcSilegt sumar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.