Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 14

Kirkjuritið - 01.05.1962, Síða 14
Gunnar Árnason: Pistlar Ahrif kristninnar Þegar þetta er skrifað eru tún og garðar að verða græn. Það gleður augað að sjá livað þessir litfríðu gróðrarblettir stinga í stúf við livítar sinumýrarnar og grásvört holtin, sem enn bera vetrarsvipinn. Þannig kom kristnin til sögunnar. Kristnir menn lifðu nýju lífi í liinum lieiðna heimi — lífi, sem lá í augum uppi að var fegurra og betra en líf alls fjöldans. Frillulíf, kynvilla og alls konar saurlifnaður var þá svo al- gengur löstur að ekki þótti orð á slíku gerandi. Páll postuli getur þess hins vegar í bréfum sínum, að slíkir lilutir eigi ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal kristinna safnaða. Lýgi og sviksemi og alls konar fjárplógsstarfsemi var frem- ur talið til hygginda en glæpa meðal hárra og lágra. Kristnir menn álitu lygina runna frá Satan sjálfum og hverjum manni skylt að vera trúr í því smáa, svo að hann yrði settur yfir meira. Börn voru borin út ef svo vildi verkast, ekkjur og munaðar- leysingjar áttu enga forsvarsmenn, fátækrahjálp óþekkt fyrir- bæri, sjúkir menn og illa leiknir máttu vænta þess, að ekkert væri um þá skeytt, nema þá af nánustu ættingjum. Kristnir menn kusu þegar í öndverðu fvrstu fátækranefndina og var Stefán fyrsti kristni píslarvotturinn einn í henni. Þeir létu sér einnig annt um sjúka og alla bágstadda almennt talað. Hefndin var áður talin til liöfuðdyggða. Kristnir menn hoð- uðu lögmál fyrirgefningarinnar. Þjóða og kynþáttaliatur var talið sjálfsagt og beinlínis lífs- nauðsyn. Kristnir menn gerðu ekki greinarmun á Gvðingi né Grikkjum. Stéttamismunurinn var ægilegur. Það var eins langt á milli liúsbænda og þræla og manns og hunds, konur voru lítilsmetn- ar og undirokaðar. I frumkristni voru þrælar settir við sama

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.