Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 16

Kirkjuritið - 01.05.1962, Side 16
158 KIRKJURITIÐ leyfa svona óvanalega upplyftingu. Sama máli gegndi um stjórnarnefnd fangelsisins og einnig forstjórann, Hardy Gör- ansson, sem gaf þó leyfi sitt að lokum. Hvers konar mistök, svo sem flóttatilraunir eða eittlivað því- líkt, liefðu komið okkur í slæma klípu. Það er hægur vandi að gera sér í liugarlund hvernig fregnmiðar blaðanna hefðu þá litið út og í hvaða tón; „gramir skattborgarar“ hefðu látið til sín lieyra. Mér var það fyrirfram ljóst að örugg varzla 29 fanga, sem fengu að fara frjálsir ferða sinna inni í hiskupssetrinu og um- hverfis það, var algjörlega útilokuð. Ég varð því að treysta piltunum og sagði þeiin það líka sjálfum. Þeir brugðust held- ur ekki traustinu, sem sannar að það er grundvallaratriði í fangavörzlunni að láta fangana verða jiess vara að horið sé, svo mikið traust til Jieirra, sem unnt er. Raunar komst ég síðar að því, að einstaka höfðu hugað á flótta, en hinir gættu þeirra svo stranglega að jieim gafst ekk- ert færi. Svo merkilega tókst til að ekkert hlaðanna komst á snoðir um það, sem þarna var á seyði. Enginn blaðamaður né 1 jós- myndari sá né Iieyrði, þegar Eva Cullberg tók á móti þessum 29 föngum og okkur varðmönnunum fimm með þessum um- mælum: „Allt liúsið stendur ykkur opið“. Það skorti livorki hornablástur né leikfimissýningar til skemmtunar, Jiví síður veizlukostinn: kjötbollur, pönnukök- ur og rjómatertur. Piltarnir gengu um allt húsið', engu herbergi var læst né neitt falið, en enginn skapaður hlutur hvarf. Um klukkan átta liéhlum við aftur heim í fangelsið með 27 pilta. Tveir urðu eftir til að lijálpa biskupshjónunum við uppþvott- inn. Þar með lauk einhver ju því ánægjulegasta og einna ævintýra- legasta jónsmessukvöldi, sem ég hef lifað. En í minningu okk- ar, sem Jiarna vorum, fölnar aldrei minning Jieirrar konu, sem auðsýndi kristindóm sinn í verki og var sannur vinur“. Butler lœtur enska sjónvarpuS til sín taka Stundum virðist oss Islendingum hægur vandi að afgreiða þau mál umræðu- og umsvifalítið, sem vefjast ærið fyrir stór-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.