Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1962, Blaðsíða 25
KIRKJURITIB |(,, liáttinn. En hrynjandin er mjög blönduð og breytileg, og ólík þeirri hrynjandi, sem Grikkir settu í kerfi, sem varð fyr- irmynd í vestrænni ljóðagerö. Að leita eftir grískri Jirynjandi í ljóðum Heilagrar Ritningar hefur reynzt vonlaust verk. Þar er hún ekki til. Eg hef nú nefnt helztu andstæður í vestrænni og semítiskri ljóðagerð, en til eru líka sameiginleg einkenni, og nefni ég því vísuna — þ. e. ferhenduna. Hún er langalgengasti Ijóðahátt- ur í báðum málaflokkum. 1 Vestrænni Ijóðagerð er það al- kunna, en viðvíkjandi þeirri semítisku má minria á það: að þýðendur Jobsbókar í Septúagintu þýddu aðeins ferbendurn- ar en létu allt annað ósnert — og töldu það að líkindum óegta. Hvort þetta sameiginlega einkenni stafar af einhverri sálrænni þörf, eða bvort vísan er sameiginleg vegna nábýlis Indógermana og Semíta, veit ég ekki og ég efast um að nokkur maður viti það. A þýðingum fyrirrennara minna — þeirra sem þýtt bafa Spekiritin — sýnast mér vera þeir tveir stórgallar: að þanka- rímið er mjög úr lagi gengið og semítiska hrynjandin er næstum glötuð. Alloft kenmr það fvrir að braglína, sem gerð er af þremur pungum atkvæðum, eða 7—9 atkvæðum alls, er þýdd með allt að 20 atkvæðum — þ. e. langt mál — en næsta braglína, til- brigðið, kann þá að hafa um það bil hæfilegan atkvæðafjölda. Augljóst er: að þegar svo er þýtt, fer kvæði úr öllum listræn- um skorðum, þótt komast megi að efni þess. M. ö. o. listaverk- ið breytist í óskapnað. Miklu betur var hægt að gera, þó að þýtt væri í óbundið mál. Allir þeir sem þýtt hafa Spekiritin á undan mér, hafa ver- !o lærdómsmenn, og enginn efast um góðvilja þeirra. En lík- lega hafa þeir ekki haft brageyra — þ. e. tilfinningu fyrir metrum og rythmus, og ekki hafa þcír metið þankarímið sem vera bar og enn síður hafa þeir metið eða þekkt semítisku hrynjandina. Þeir virðast hafa baft allan hugann við nyt- semina — þ. e. að skila samvizkusamlega efni textans. Um málið á þýðingunum má deila, en víða er það rislítið, svo að ekki sé meira sagt. Fjarri fer því, að ég bafi tilhneigingu til að kasta rýrð á þessa fyrirrennara mína, en ég verð að vera viðbúinn að svara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.