Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 29

Kirkjuritið - 01.05.1962, Page 29
Séra Halldór Kolbeins: f Jes Anders Císlason F. 28. maí 1872. — D. 7. febr. 1961. IES ANDERS GÍSLASON er fæddur 28. maí 1872 að Jónshús- ” um, sem nú lieita Hlíðarhús í Vestmannaeyjum. Foreldrar: Gísli, kaupmaður í Hlíðarhúsum Stefánsson, bónda og stúdents • Selkoti undir Eyjafjöllum Ólafssonar og kona lians Sophíe Elísabeth Andersdóttir, skipstjóra í Vestmannaeyjum Asmund- sen frá Arendal í Noregi. Hann varð stúdent í Reykjavík 30. júní 1891, aðeins 19 ára gamall. Guðfræðipróf tók hann við prestaskólann í Reykjavík tveimur árum seinna, en 1929 tók hann kennarapróf við Kennaraskólann í Reykjavík. Eftir að hann tók guðfræðiprófið var liann tvö ár kennari í Austur- Landeyjum, síðan eitt ár við verzlunarstörf í Hafnarfirði. Vígð- ist prestvígslu 24. maí 1896 og var 8 ár sóknarprestur í Eyvind- arliólum og í Mýrdalsþingum 3 ár og sat þá í Norður-Hvannni. En fékk lausn frá embætti í fardögum 1907. Hann þjónaði einnig frá Eyvindarbólum um tíma Reynis- og Skeiðflalar- sóknum. Hann flytur svo til Vestmannaeyja og er Jiar við verzl- unarstörf til 1929, seinni árin verzlunarstjóri, svo var liann barnakennari næstu 12 árin. Bókavörður við bókasafn Vesl- mannaeyja næstu 7 árin til 1950. Hann tók þátt í störfum fjöldamargra nefnda og skipaði Jiar virðulegan sess, sýslu- 'iefndarmaður í Rangárvallasýslu, síðan í Vestmannaeyjum, í bókasafnsnefnd, ekknasjóðsnefnd, barnaverndamefnd og skóla- nefnd og var formaður í þeirri nefnd frá 1942 um árabil. Hann var 6 ár bæjarfulltrúi Vestmannaeyjakaupstaðar. Hann liefur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.